Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 34
Múlanum að framan er stuðlaberg og undir því þursaberg, en blágrýtisgang- ur nær upp að stuðlaberginu." Auk þess að vera stutt, er það ekki heldur algerlega rétt. Vart hygg ég að heima- menn segi að stuðlabergið sé framan í Múlanum og ekki nær blágrýtisgangur upp að stuðlaberginu nokkurs staðar þar er séð verður. Helgi Pjeturss (1910) nefnir aðeins staðinn, en lýsir honum ekki. Báðir hafa þessir höf- undar hins vegar gert sér grein fyrir tvenns konar myndununum á þessum stað. Sá er þetta ritar nefnir Múlann að- eins (1945) og síðar fjalla Walker og Blake (1966) um hann, og telja efstu myndunina vera hraun runnið undir jökli og hliðstæða við myndun sem finnst í Dalsheiði í Lóni. Verður nán- ar vikið að því síðar. A jarðfræðikort kemst þessi myndun fyrst með útgáfu kortblaðs nr.9, Suðausturland (Helgi Torfason 1985). Áður hefur sami höf- undur lýst þessari myndun í óútgefinni doktorsritgerð sinni (1979). Hér er þessi myndun nefnd Múlamyndunin. BLÁGRÝTISMYNDUNIN Heita má að blágrýtismyndunin sé ráðandi um alla Suðursveit, frá fjöru til hæstu brúna. Hún er stafli fornra hrauna, sem runnið hafa hvert eftir annað, en millilög milli þeirra eru, með fáum undantekningum, næsta óveruleg. Lang mest þeirra eru sand- steinslög eins og Bjarnarák í Fellsfjalli að vestan og um 100 m þykk. Um upptök einstakra hrauna er ekki vit- að, en líklegt má telja að þau eigi flest rætur að tekja til sprungugosa og mik- ill fjöldi ganga bendir til þess. Flest virðast þessi hraun vera blágrýti (þó- leít). Sem heild á lítið eru þau hvert öðru svipuð og samanstanda yfirleitt af um 48-65% plagíóklasi, 19-40% pýroxen, 2-5% ólívíni og 6-11% málmi. Séð með berum augum eru þau oftast nær dflalaus, eða með ein- staka felspatdflum. Pýroxen eða ólívín 1. mynd. Blágrýtisgangur, sem gengur eins og brík upp í Múlamyndunina. Dike of the eroded tertiary basalt formation. It was re- sistant to erosion and thus extends up into the Múli Formation (Ljósm. Iphoto Jón Jónsson). 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.