Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 36
2. mynd. Jökulbergslag með gabbrómolum í Múlamynduninni. Skarphéðinn Gíslason á
Vagnstöðum styður hamri á gabbróhnullung. Tillite bearing gabbro pieces within the
Múli Formation. The hammer points to a gabbro boulder (Ljósm./photo Jón Jónsson).
um Suðausturlands (Jón Jónsson
1955, 1977, 1978) m.a. í grænafelli á
Mýrum, Múlaárgljúfri og víðar verður
hér ekki sagt og ekki heldur hvernig
þessi lög kunna að tengjast. Svo virð-
ist sem fleiri en eitt jökulbergslag sé í
þeim blágrýtishraunastafla, sem al-
mennt er talinn vera frá tertíer tíma
og þau elstu þá vart minna en um 6-7
miljón ára gömul.
HESTGERÐISHNÚTA -
MÚLAMYNDUNIN
Skarphéðinn á Vagnsstöðum, sá
mikli hagleiksmaður og glöggi nátt-
úruskoðari, kennndi mér nafnið Hest-
gerðishnúta þegar hann fór með mér
upp að þeirri sérstæðu bergmyndun,
sem nú skal lýst.
Varla getur hjá því farið að þeir,
sem ferðast austur Suðursveit, eink-
um ef það er síðla dags, með sól í
vestri, veiti athygli sérstæðri berg-
myndun í efstu brúnum Hestgerðis-
múla, þeim er móti vestri snúa, svo
mjög, sem hún sker sig úr að öllu út-
liti. Hafi ég skilið Skarphéðin rétt, er
það þessi hluti fjallsins, sem byggðar-
menn nefna Hestgerðishnútu. Frá
veginum má glöggt sjá skilin milli
blágrýtislaganna neðan til í fjallinu og
efsta hluta þess, sem samanstendur af
dökku brotabergi, en með ívafi af
stuðlabergi, sem er stórkostlegast í
Fallastakkanöf, en fegurra stuðlaberg
þekki ég ekki. (3. mynd). í heild nær
þessi myndun (4. mynd), sem ég hér
nefni Múlamyndunina, yfir um 2,5
km2 svæði og þekur fjallið frá því aust-
ur af Borgarhöfn fram á brún ofan við
90