Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 38
HESTGERÐISMÚLI
Jarölagasniö
Stratigraphy
A A A
♦ ♦ ♦
A A A
A A A A
A A A
A A A í
A A A
A A A A
Jökulberg
T7////B
Stuölaberg
Columnar Basall
Bólstraberg
Pillow Lava
Hvarfset I Múlamyndunin
yarve Sediment | Múu Formation
Jökulberg?
Tillite?
Lagskipt túff
Stratified Tuff
Jökulberg
Tillite
J
Tertíert blágrýti
Tertiary Basalts
5. mynd. Jarðlagasnið af efsta hluta Hest-
gerðismúla. Section of the upper part of
Hestgerðismúli.
Hestgerði. Þykktin er all mismunandi,
en virðist vera um 90-100 m. Setlögin
eru bæði undir og inni í sjálfri gos-
mynduninni, eins og síðar verður sagt.
Allt virðist þetta hafa orðið til í dal,
sem grafinn var í blágrýtismyndunina,
en ljóst er að hún hefur á þessum stað
verið talsvert rofin þegar þessi yngri
myndun, Múlamyndunin varð til.
Þetta sést m.a. af því að gangar, sem
liggja gegnum blágrýtislögin standa
sem bríkur upp í Múlamyndunina. Á
norðvesturhorni Hestgerðishnútu,
sem næst beint austur af Borgarhöfn
eru berglög Múlamyndunarinnar sem
hér segir (5. mynd):
Neðst: Jökulberg 6,7 m.
Lagaskift túff 8,6 m.
Jökulberg? 1,2 m.
Lagskift, fínt set
(Hvarfleir) 5,16 m.
Bólstraberg 2,0 m.
Stuðlaberg 15 m eða
meir.
Hvað varðar fínasta setið (6.
mynd), þá líkist það í öllu hvarfleir,
en er væntanlega úr nokkuð grófara
efni en leir í ströngustu merkingu, og
líklega mest í kornastærð 0,02-0,002
mm. Varla er hugsanlegt annað en
þetta hafi sest til í sem næst kyrrstæðu
vatni. Við Fallastakkanöf eru berglög-
in á þessa leið.
Neðst: Veðrað holufyllt blágrýti.
Móbergsbrotaberg, lagskipt.
Völuberg með millimassa úr
ummynduðum sandi (glerið,
síderómelan, er ummyndað í
palagónít, mógler).
Hvarfset.
Stuðlaberg.
Jökulberg.
Jökulberg kemur fyrir bæði undir,
ofan á og líklega inni í þessari mynd-
un, þótt ekki skuli hið síðasta fullyrt
að svo stöddu. Einnig gæti jökulberg-
ið, sem er ofan á Fallastakkanöf verið
tvö lög. Undir klettinum Kleyki er
ótvírætt jökulberg og í því gabbró-
hnullungar. Fremst í Múlanum skagar
þessi myndun marga metra fram yfir
undirlagið (7. mynd).
92