Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 39
6. mynd. Hvarfleirslag í Múlamynduninni. A layer of varve sediments within the Múli Formation (Ljósm Jphoto Jón Jónsson). í beinu framhaldi til austurs frá Fallastakkanöf er hæsti punktur á Hestgerðismúla (384m) og nefnist Helluhóll, sennilega vegna þess að þar hafa verið teknar hellur, notaðar í þök. Sé þessi myndun orðin til við gos á staðnum, sýnist mér einna líklegast að þar sé gosrás sú sem myndunin á rætur að rekja til þótt ekki verði það sannað að svo komnu máli. Skammt eitt austar og sunnar er annar hnúk- ur, aðeins um þrem metrum lægri, sem nefnist Bleikahnúta og er mjög sérkennilega upp byggð. Hún er efst úr gulbleiku túffi, sem heita má að sé einvörðungu gler, en þó eru bas- altmolar innan um. Undir þessu er svart eða blóðrautt gjall og lag af blóðrauðum sandsteini í alla vega beygðum og undnum lögum. Mót sandsteins og brotabergs eru óljós, en mót rauða sandsteinsins og bleika túffins eru skörp. Varla verður hjá því komist að álykta að hér hafi gosið undir jökli svo samantvinnaðar eru þessar myndanir því er tengist eldi, ís og vatni. Lýsing þessarar myndunar verður harla sviplaus borin saman við veru- leikann. Sniðið, sem hér fylgir (8. mynd) gefur aðeins daufa hugmynd um þessa myndun, sem í einstökum atriðum er mjög svo flókin, en ein- staklega forvitnileg. Sérstaklega skal á það bent að ekki er jökulberg alls staðar ofan á stuðlaberginu. Vel gæti það þó hafa verið þar, en verið rofið burt. Sömuleiðis má nefna að á einum 7. mynd. Ofan við Hest- gerði skagar Múlamynd- unin alllangt fram yfir blágrýtismyndunina. Above the farm Hestgerði the Múli Formation forms an overhang (Ljósm./ photo Jón Jónsson). 93

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.