Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 41
9. mynd. Þverrákað stuðlaberg með
meitlaförum neðst í Fallastakkanöf. Bas-
alt columns with chisel marks in Falla-
stakkanöf (h)ósm./photo Jón Jónsson).
myndun er allt að 250 m þykk. Ekki
verður því neitað að mjög líkist Múla-
myndunin Dalsheiði a.m.k. á köflum,
og skyldleiki í uppruna verður ekki
auðveldlega hrakinn. Varðandi Múla-
myndunina er um tvennt að ræða:
Annað hvort gos á staðnum, eða
hraunstraum undir jökli. Hvað hið
fyrra varðar, liggur sú staðreynd fyrir
að engir gangar, sem verið gætu að-
færsluæðar hrauns, sjást ná upp í
þessa myndun, né heldur neitt annað
er bendir á beint samband við undir-
djúpin. Ekki er þetta svæði stærra en
svo að líklegt er að eitthvað sæist af
slíku ef til væri. Helst væri þá hugsan-
leg hringlaga hulin gosrás. Sé hins
vegar um hraunstraum að ræða, vant-
ar að geta bent á upptökin. Múla-
myndunin nær sem næst 200 m hærra
en blágrýtislögin norðan við hana, en
á því svæði er ekki vitað um neitt, sem
gæti verið hluti af henni. Einnig vakn-
ar sú spurning, hvernig gat þessi til-
tölulega losaralega myndun staðið af
sér allt það rof sem blágrýtismyndunin
norðan hennar hefur orðið fyrir?
Uppi við jökulrönd eru hnúkar tveir,
Þormóðarhnúta og Botnafjall, en milli
þeirra er jökli fylltur dalur. Á öðrum
þessara tinda, ég man nú ekki hvor-
um, taldi Skarphéðinn að gömul eld-
stöð væri, en þar hafði hann komið.
Bergsýni tekin þar ættu að geta leitt í
ljós skyldleika við Múlamyndunina ef
hann er til staðar. Það verður því ekki
greitt um sannanir fyrir uppruna
Múlamyndunarinnar. Þótt ein mynd-
un líkist annari er það ekki sönnun,
en aðeins líkur fyrir að hugsanlega
geti verið um sams konar uppruna og
myndunarsögu að ræða.
95