Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 45
2. mynd. Útbreiðsla Lycoperdon lividum Pers. í norðvestur Evrópu samkvæmt Demoulin 1971, Eckblad 1971, Kreisel 1973 og Jeppson 1984. Distribution of L. livid- um in north western Europe according to Demoulin 1971, Eckblad 1971, Kreisel 1973 and Jeppson 1984. kúla) o.fl., er Lycoperdon lividum einkennandi fyrir þurrlendisgróður Mið-Evrópu. Einkennilegt er, að nokkrar þessara tegunda finnast einnig með ströndum fram, þar sem mjög staðbundnir um- hverfisþættir (ss. þurrkur, sandur, sól- arhiti) virðast á einhvern hátt svara til svæða með landrænu loftslagi. Yfir höfuð virðast belgsveppir oft vera háðir staðbundnu veðurfari eða nær- viðri (mikroklima). Þannig geta þeir náð fótfestu í köldu og á ýmsan hátt óhagstæðu loftslagi norðurslóða. Lange (1948 og 1977) getur um Bo- vista tomentosa, Disciseda candida og Geastrum minimum frá slíkum vaxtar- stöðum, með sérstaklega hagstæðu nærviðri í Grænlandi. Á íslandi finn- ast Bovista tomentosa (melkúla) víða á umræddu meginlandsloftslagssvæði á norðausturhluta landsins (Helgi Hallgrímsson 1963), og óx m.a. í grennd við fundarstað L. lividum, sem fyrr getur. Disciseda candida hef- ur einnig fundist á einum stað í Eyja- firði (Jeppson 1983), sem er á sama loftslagssvæði. Geastrum minimum (smástjarna) hefur enn ekki fundist á íslandi, en ekki er ólíklegt að hún finnist við nákvæma eftirgrennslan í rjúpnalaufsmóum sem snúa vel við sólarátt. LOKAORÐ Fundur Lycoperdon lividum á ís- landi tengir hina einangruðu fundar- staði í Norður-Skandinavíu við fund- arstað hans á Vestur-Grænlandi. Kerfisbundin leit að belgsveppum og söfnun þeirra á norðlægum breiddar- gráðum er mikilvægur þáttur í kort- lagningu á útbreiðslu tegundanna. Hvað varðar ættkvíslina Lycoperdon (físisveppi), þá eru nú þekktar alls 7 tegundir af henni á íslandi, en 14 í Skandinavíu. Einhverjum mun finnast lýsingin á L. lividum stuttleg. Hér er hins vegar um mjög sérkennilega tegund að ræða, sem auðvelt er að þekkja á hinu kornótta, næstum sandkennda yfir- borði, með íblandi af krystöllum, gul- brúnum kapilluþráðum með götum, og gróum sem eru með fíngerðum en þó greinilegum vörtum. Þessi ein- kenni, ásamt fyrr umgetnum vaxtar- stöðum, gera hana auðþekkta frá öðr- um belgsveppum. Að lokum vil ég þakka Vilhjálmi Þorsteinssyni Snædal og Ástu Sigurð- ardóttur á Skjöldólfsstöðum fyrir gest- risni þeirra við heimsókn okkar á Jök- 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.