Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 56
Tafla 5. Dreifing kolefnis í sniðum. Organic C in profiles. Lag. Horizon %c n S.F. A 0,59 6 0,29 Bw 0,93 7 0,40 C 0,17 7 0,09 Dreifing lífrænna efna innan sniða er sýnd í Töflu 5. Sniðið við Vífils- staði, þar sem sjálfgræðsla var vel á veg komin, og snið á uppgræddum svæðum eru undanskilin í töflunni. Það er greinilegt að lífrænt innihald er að meðaltali hærra undir yfirborðs- laginu en í því. Einnig hefur Bw-lagið ýmis útlitseinkenni sem benda til meira lífræns innihalds. Þessi lagskipt- ing er óvenjuleg, því yfirleitt finnst meira af kolefni við yfirborð sniða en undir því. Ástæður fyrir auknu Iífrænu inni- haldi í miðhluta flestra sniðanna eru trúlega margvíslegar. Stakar plöntur og gróðurþúfur finnast oft þó að land teljist örfoka. Meðal þeirra plantna sem finnast á yfirborði gróðursnauðs lands eru músareyra (Cerastium alpin- um), geldingahnappur (Ameria marit- ima) og lambagras (Silene acaulis). Þessar plöntur mynda víðtæk og djúp rótarkerfi sem leggja til kolefni í lögin neðan við yfirborðið. Einnig er líklegt að frostlyfting á völum, sem vernda jarðvegskorn fyrir rofi og safna áfoki, valdi einhverju um þetta ferli. Færsla eða skolun á silti niður eftir sniðum er þekkt fyrirbæri, m.a. á ungum jarð- vegi á Breiðarmerkursandi (Romans o.fl. 1980), en einnig víða á ungum heimskautajarðvegi, t.d. á Svalbarða (Forman og Miller 1984). Þessi silt- skolun ásamt kolefni frá rótum kann að hafa áhrif á myndun B-lagsins. Þó var ekki hægt að greina að meira væri af fínni kornastærðarflokkum en gróf- um í Bw laginu en í A laginu sam- kvæmt þeim kornastærðarmælingum sem nú voru gerðar. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að B-lagið sé að einhverju leyti leifar gamals jarð- vegs sem möl og stórgrýti hafa komið í veg fyrir að fyki í burtu. Þetta má skýra á þann hátt að steinar lyftast upp í jarðveg sem byggðist smá saman upp frá því að ísa leysti, en þegar jarð- vegseyðing átti sér stað náði mölin að hlífa neðsta hluta jarðvegsins. Ef svo er má nota jarðvegsrannsóknir til að rekja útbreiðslu gróðurs á íslandi. Líklegt er að öll ferlin, sem hér voru nefnd, valdi þessari óvenjulegu lagskiptingu á ógrónum melum og þá mismikið eftir aðstæðum hverju sinni. SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR SVÆÐI Erfitt er að finna hliðstæðu við þann jarðveg sem hér hefur verið lýst. Helst koma til greina svæði þar sem mikil röskun hefur átt sér stað t.d. vegna eldgosa eða landnýtingar á borð við námagröft o.fl., eða jaðrar gróðurlendis á heimskauta- og eyði- merkursvæðum. Jarðvegur myndast á hlutfallslega stuttum tíma. Til dæmis myndast lífrænt lag á fáum áratugum hvort sem er í tempraða beltinu eða í Suður-Alaska (Buol o.fl. 1980). Vier- eck (1970) skýrði frá því að víðir næmi land og myndaði gróðurlendi á innan við 15 árum á áreyrum skammt norð- an við Fairbanks í Alaska. Þróun jarð- vegs er vitaskuld hægari eftir því sem loftslag er kaldara. En þrátt fyrir að aldir séu liðnar síóan stór svæði á ís- landi urðu örfoka, hefur gróður ekki náð fótfestu aftur nema á takmörkuð- um svæðum og þróun jarðvegs er mjög lítil. Erfitt er að benda á önnur 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.