Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 63
N áttúrufræðingurinn
Leiðbeiningar til höfunda
Náttúrufræðingurinn birtir efni um
öll svið náttúrufræða, alþýðlegar yfir-
litsgreinar um ákveðin svið, greinar
um rannsóknir og athuganir og niður-
stöður þeirra, athugasemdir og til-
kynningar um skyld efni, gagnrýni og
ritfregnir um náttúrufræðileg efni,
minningagreinar um náttúrufræðinga
og ritskrár þeirra og fleira þessu
tengt.
Ritstjórn fer yfir handrit og getur
gert tillögur til höfunda um breytingar
á þeim. Þetta geta verið athugasemdir
af ritstjórnarlegum, málfarslegum eða
faglegum toga. Ritstjórn leitar um-
sagnar færustu manna á hverju sviði
um innihald handrita og sendir þær at-
hugasemdir til höfunda. Ritstjórn
vonar að höfundar taki slíkum ábend-
ingum vel og yfirvegi þær af skyn-
semi. Með þessu er vonast eftir því
að ekki birtist í ritinu annað en það
sem best er í hverju máli og að grein-
arnar skili innihaldi sínu vafninga-
laust og skýrt til lesenda. Náttúru-
fræðingnum var hleypt af stokkunum
árið 1931 til þess að vera alþýðlegt
fræðirit um náttúrufræði handa ís-
lendingum og ritstjórnarstefnu hans
hefur ekki verið breytt að þessu leyti
síðan. Höfundar eru beðnir að hafa
þetta í huga og haga skrifum sínum og
frásögn í sem bestu samræmi við
þetta.
Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 117-120, 1988.
117