Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiiiieiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hvernig náttúran skapar líkar tegundir. Það verður ekki ofsögum sagt, að náttúran er meistari manns- ins. Smátt og smátt er hann að læra að tileinka sér öfl þau, sem hún á yfir að ráða, og hagnýta þau í þjónustu mannkynsins, því til þrifa og framfara, eða það er að minnsta kosti tilgangurinn. Ýmislegt það, sem fyrir nokkrum árum voru álitnir galdrar, hefir nú verið leitt í ljós sem algilt náttúrulögmál. En engar framfarir virðast fullnægja mannsandanum. Alltaf þarf hann að skapa eitthvað nýtt, til þess að ala glóðina, hina töfrandi glóð hins skapandi ímyndunarafls. Listamaðurinn gerir sér far um að færa náttúruna í búning, og velur sér ýmsar ein- ingar úr skauti hennar til fyrirmyndar við starf sitt. Stundum flýgur hugurinn langt út fyrir þau mörk, sem reynsla einstaklings- ins hefir sett honum, og undan hendi listamannsins renna tröll og risar, dvergar og ófreskjur, guðir og djöflar. Og alveg eins ferst hendinni, sem heldur á pennanum, þegar ímyndunaraflið fær laus- an tauminn. — í skrímslasögum, draugasögum, álfasögum, goða- sögum o. s. frv. hefir maðurinn skapað fjölda af fyrirbrigðum, sem í fljótu bragði virðast ekki eiga sér neinn líka í hinum líf- ræna heimi. En er vera, eins og maðurinn, sem náttúran hefir sjálf búið til, fær um að skapa nokkuð, sem hin sama náttúra getur ekki gert líka? Það liggur við að dýrafræðin að minnsta kosti svari þessu neitandi. Það er engu líkara en fjölbreyttni dýralífsins sé ekkert takmarkað. Það er engu líkara en að til séu, eða hafi verið til, allar þær ófreskjur, sem maðurinn hefir reynt að greina frá í leik sínum með sagnalistina, og á hinn bóginn er enginn guð, sem maðurinn hefir skapað, fegurri en sum hinna lifandi dýra. Víða samræmir móðir náttúra það sem okkur finnst fagurt, svo að úr verður meistaraverk, sem næstum er ofvaxið fegurðarskynj- un næmustu manna. Víða ferðast ófreskjur, svo ferlegar að út- liti, hvort sem þær eru smásæar eða ferlíki að stærð, að enginn snillingur úr hópi mannanna kemst í hálfkvisti við í lýsingum sín- um á persónugerðum viðrinum, sem í senn verma og brenna hið síþyrsta ímyndunarafl. 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.