Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 30
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimiiiiimiimiiiiiimiiiimiiimmimiiiiiiiimiiiiiiimMiimmiiimmimiiimmimiiiimiimiiimiiiniiiiiimmimmiiiiimiii fugla, hin svonefndu Kólíbrí-blóm, sem fáum er hent að sækja hun- ang í, nema einmitt Kólíbrí-fuglunum. Þó hafa fiðrildi tekið upp á því að sækja þangað forða, og hver er niðurstaðan? Hún er sú, að til eru fiðrildi og fuglar svo lík að stærð og ytra útliti, að á fárra færi er að þekkja í sundur, nema við nánari athugun. Nú getið þér, kæri lesari, athugað hvort þér getið þekkt „fugl frá fiðrildi" eftir myndinni, sem hér er sýnd. Á. F. Nýir fundarstaðir. Fyrir mörgum árum var eg á ferð milli bæjanna Nesja í Grafningi og Hlíðarbæjar í Þingvallasveit. Liggur vegui'inn meðfram svonefndum Nesja- eggjum á löngum kafla. Er það hamrabelti mikið, suðausturbi'ún Mosfells- heiðar. Undir hömrunum eru stórgrýtisurðir, vaxnar birkikjarri og blómgresi víða upp undir kletta. Þar í brekkunum sá eg, að óx stórvaxinn burkni, er eg' hafði þá ekki séð annars staðar. Ekki hafði eg þá ástæðu til þess að gefa því frekari gaum. Nú í sumar var eg lengi austur í Þingvallasveit, og fór eg 12. september með frænku minni, Jakobínu Þorláksdóttur, að vita hvort við fyndum ekki þennan burkna á þessum slóðum. Er við höfðum skamma hríð gengið með fram hömrunum, komum við auga á stórvaxna jurt allhátt í klettunum. Klöngruðumst við upp skriðurnar og sáum skjótt, að ekki væri það burkni. Óx hún hátt í klettaskúta, og var örðugt mjög að komast að henni. Náði eg með naumindum einu eintaki, með því lika að eg er engi klettamaður. Reyndist þetta vera Aronsvöndur (Mývatnsdrottning) (Erysi- mum hieraciifolium). En í klettunum litlu neðar fundum við Köldugras (Polypodium vulgare). Þóttumst við nú hafa veitt vel og héldum niður aftur. Er við vorum komin niður úr skriðunum, rákumst við á burknann, sem ferð- in var gerð til að leita að. Var hann innan um hrísrunna og nú mjög tekinn að falla, og bar lítið á honum. Er það Fjöllaufungur (Athyrium filix fe- mina). Ekki er mér kunnugt, að nein af jurtum þessum hafi áður fundizt í Þingvallasveit. Fundarstaðurinn er mjög litlu norðar en landamerki jarðanna Heiðar- bæjar og Nesja. Litunarjafni (Lycopodium alpinum) er talinn ófundinn á Suðurlandi í Flóru fslands, en hann vex í landi Skálabrekku í Þingvallasveit (Skolla- brekkur), og einnig hefir hann fundizt við Kálfstinda fyrir ofan Laugar- vatnsvelli. Eintök af öllum þessum jurtum eru nú geymd í grasasafni ungfrú Jakobínu Þorláksdóttur á Skálabrekku. Reykjavík, 20. september 1935. Hjörtur Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.