Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliilililllllllllll
Ættgengi.
Ættgengi nefnist það, að eiginleikar ganga í ættir frá for-
eldrunum til barnanna, frá eldri ættleggjum til yngri, og ætt-
gengisfræði (Genetik) nefnist sú vísindagrein, sem rannsakar ætt-
gengi, og lögmál þau, sem það hlýðir.
I. Saga ættgengisfræðinnar.
Ættgengisfræðin er spánný vísindagrein, en heilabrot og bolla-
leggingar um ættgengi og orsakir þess, eru fyrirbrigði, sem lík-
lega eru jafngömul mannkyninu, eins og eðlilegt er. Hvers vegna
líkjast börnin foreldrunum? Hvers vegna er ættarsvipur með
skyldmennum? Hvers vegna eru systkini oft svo ólík? Hvers .vegna
koma oft andlegir aumingjar út af stórmennum andans? Eða stór-
menni út af meðalmennum? Hvers vegna fæða kettir alltaf ketti,
hundar alltaf hunda, hestar alltaf hesta, kýr alltaf kýr, o. s. frv.?
Allt þetta eru spurningar, sem ættgengisfræðin hefir fengizt við
að leysa. —
Menningarþjóðir fornaldarinnar hugsuðu mikið um ættgengi,
og að því, er mér er kunnugt, urðu Grikkir þeir fyrstu til þess að
skrifa um þetta efni. Skoðanir Forngrikkja á ættgengi koma víða
fram í bókum og ritum af öllu tagi, og margir af mestu vísinda-
mönnum og spekingum þessarar frægu þjóðar hafa haft mikinn
skilning á innsta eðli ættgengisins, enda þótt skýringar þeirra séu
ekki alltaf réttar. Mjög er það merkilegt, að Grikkir gerðu grein-
armun á hinu eiginlega innræti eða eðli manna, eða því, sem við
munum seinna nefna eðlisgerfi, og eiginleikum, kostum eða löst-
um, sem voru uppeldi eða vana að kenna eða þakka. Þetta kemur
meðal annars víða greinilega fram í ritum skáldsins Euripides.
Hann gerir greinarmun á þeim, sem hafa fengið dyggðina í vöggu-
gjöf, og hinum, sem aðeins hafa lært hana.
Grikkir hafa einnig brotið heilann um það, hvað það væri,
sem réði kyni fóstursins. Hvers vegna þessi eða þessi manneskja
hefir einmitt orðið karlmaður, en ekki kvenmaður, kona en ekki
karl, hefir verið ráðgáta fram á vora daga, og er einmitt eitt af
þeim viðfangsefnum, sem ættgengisrannsóknum nýjustu tíma hef-
ir tekizt að leysa úr. Gríski spekingurinn Hippokrates hélt því
fram, að í manninum væri til tvenns konar frjóefni, sterkt og