Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
89-
IIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIHIIIIIlk,
Þorskstofninn við ísland 1934.
Ef við mælum þorskinn, sem veiðist í einhverri ákveðinni
veiðistöð ár eftir ár, komumst við að raun um, hvernig fiskilagið
breytist. Við mælum fiskinn „með haus og hala“ í cm., og svo get-
um við, ef við viljum, reiknað út meðallengdina. Nú er aðeins sá
gallinn á, að meðallengdin ein segir okkur sama sem ekkert um,
hvernig fiskilagið er. Tökum dæmi. Hugsum okkur, að við mælum
100 þorska, sem veiðast í Keflavík í ár, og gerum ráð fyrir, að þeir
séu allir jafnir, 50 cm. á lengd, þá verður meðallengdin vitanlega
50 cm. Næsta ár mælum við aftur 100 þorska, en gerum þá ráð
fyrir, að helmingurinn sé 75 cm. á lengd, en hinn helmingurinn 25
cm. Stofninn í sjónum er þá allt öðruvísi byggður upp en fyrra
árið, en þó verður meðallengdin 50 cm. eins og þá.
Annar og að mörgu leyti betri mælikvarði á stærð þorsksins
fæst með því að reikna út, hve margir hundraðshlutar (%) af
öllum aflanum koma í hvern 5-cm. stærðarflokk, eins og gert er
á yfirliti því, sem sýnt er á bls. 90. Lítum t. d. á efsta hluta mynd-
arinnar, sem táknar allan fisk, sem mældur hefir verið á Horna-
firði, árið 1934. Þar er fyrst dregin grunnlína (út frá 0), en fyrir
ofan aðrar línur (út frá 5., 10. o. s. frv.), jafnhliða henni, og loks
eru lóðréttar línur. Athugum nú lóðréttu línuna, sem er lengst til
hægri handar. Hún er beint upp af tölunum 105—109 cm. allra
neðst á myndinni. Þessi lóðrétta lína nær frá grunnlínunni upp
fyrir tvö lárétt strik, og hálfa leið upp að því þriðja, og gefur til
kynna, að af öllum þeim þorski, sem aflaðist á Hornafirði, árið
1934, hafa ca. 12^% (siá tölurnar vinstra megin á myndinni)
verið 105—109 cm. á lengd. Ef að við fylgjum brotnu línunni, og
athugum til hvaða stærðarflokks af þorski hver lóðrétt lína sam-
svarar, en athugum um leið tölurnar vinstra megin, fáum við
glöggt yfirlit yfir stærðina. Þannig komumst við að raun um, að
mest veiddist af þorski, sem var 100—104 cm. á lengd.
Við athugun á hinum línuritunum, sjáum við að fiskurinn,
sem veiddist í Vestmannaeyjum, var mun smærri, en um leið jafn-
ari (meira af fiski af sömu stærð), að í Grindavík bar á tveimur
stærðum, o. s. frv. Línurit þau, sem merkt eru með Snl. og Sn. 2.,
tákna bæði þorsk, sem veiddur var við Snæfellsnes á togara.
Á. F.