Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 'iiiimiiimiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Fæða landselsins. ÞaS hefir næstum orðið trúarsetning almennings hér á landi, að landselurinn (látur- eða vatnaselurinn, sem hann líka nefnist) lifi matar mest eða jafnvel einvörðungu á laxi og sil- ungi, helzt laxi. í Spendýrabók minni er tekið fram á bls. 155 og 156 hið helzta, sem menn vita um fæðu þessarar algengustu sela- tegundar vorrar, og þar sýnt með nokkurum rökum, að fyrir hann sé „fleira matur en flesk“, o: lax og silungur. En síðan bók mín kom út, hefir mér borizt útkoman af rannsóknum, sem hollenskur fiskifræðingur, Dr. B. H a v i n g a, hefir gert í fæðu landselsins við Holland, þar sem hann er alltíður við úteyjar og í ósum stór- fljótanna, sem um landið falla til sjávar (Rínar, Maas og Schelde). Skal hér skýrt frá niðurstöðu þessara rannsókna í aðalatriðum (tekið eftir þýzka fiskitímaritinu Der Fischmarkt, 1. árg., 9. h.). Havinga rannsakaði innihald 276 maga og fékk þar með all- glögga hugmynd um fæðu landselsins við Hollands strendur, en hún getur verið all-mismunandi eftir staðháttum, því að selur- inn er ekki við eina fjölina felldur hvað matarræði snertir, tek- ur það sem býðst á þessum og þessum stað. Það gerir rannsókn- ina miklu erfiðari, hvað selurinn er fljótur að melta, fiskur og annað mjúkmeti er komið í graut eftir stutta stund og þekkist þá helzt á kvörnum og beinum. 3 klst. eftir máltíð er maginn tómur og eftir 14 stundir eru síðustu leifar fæðunnar farnar sína leið. Það verður því að hafa hraðan á, eftir að selur hefir fengið sér bita, ef menn vilja sjá þann bita í heilu og sæmilega þekkjanlegu líki. Smáfiska, allt að síldar stærð, gleypir hann í heilu líki, stærri fiska rífur hann í sundur. Af fiskategundum fann Dr. Havinga þessar helztar: Flundru (Pleuronectes flesus), skarkola, tungu (S o 1 e a v u 1- garis), sandkola, marhnút, álamóður (Zoarces vivipa- r u s), síld, lýsu, þyrskling, kýtling einn (Gobius minutus) og svo krabbadýrið hrossarækju (Crangon vulgaris). Af öðrum fiskategundum fundust öðru hvoru og fátt: hornfiskur, dröfnuskata, steinsuga, ansjósa (E ng r a u 1 i s), sandsíli, sprett- fiskur, laxfiskur einn (Osmerus), líkur loðnu, augnasíld, sex- strendingur og keilubróðir, en aldrei lax eða silungur.1) Auk þess 1) Til frekari fræðslu um ýmsa af þessum fiskum, skal vísað í Fiska- bók mína. Ilöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.