Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii Hvernig á eg að þekkja sniglana, sem eg finn á landi? LeiSbeiningar til þess a8 safna landsniglum og þekkja þá. Allt til skamms tíma hefur verið tilfinnanlegur skortur á íslenzkum bókum um flest dýr landsins, og svo er að miklu leyti enn. Einu dýrin, sem við erum nú að eignast góðar bækur um, eru hryggdýrin. Þar er komin bók um fiskana, og önnur um spen- dýrin. Vantar þar aðeins fuglabókina, til þess að almenningur geti aflað sér þeirrar vitneskju, sem hann kann að girnast, um öll íslenzk hryggdýr. Á hinn bóginn er sama sem ekkert ritað fyrir alþýðu um lægri dýrin, og þó er mergð þeirra miklu meiri en hinna æðri. Þannig hafa aðeins birzt einstakar ritgjörðir um takmörkuð •efni, sem snerta skordýr, orma, lindýr o. s. frv., en hvergi er •ennþá að finna heilsteypt yfirlit, sem alþýða manna gæti stuðst við, ef hana langar að þekkja þessa smælingja landsins. Þessum skorti veldur tvennt. f fyrsta lagi myndu fáir verða til þess að kaupa slíkar bækur, þótt til væru. f öðru lagi vitum við varla nóg um lægri dýrin, til þess að geta gefið almenningi fullnaðar upplýsingar um tegundirnar, og lifnaðarhætti þeirra. Þetta stafar aftur af því, að land vort er stórt, og fáar hendur til þess að rann- saka það. Og þar við bætist, að flest hinna lægri dýra, eru ekki auðveld viðfangsefni fyrir viðvaninga, ef að þeir væru kvaddir til hjálpar, til þess að kanna landið, og þá kemur aftur bókaleys- ið okkur í koll. Þessi litla ritgjörð er tilraun til þess, að gefa lesendum Nátt- úrufræðingsins yfirlit yfir þær tegundir snigla, sem víst eða lík- legt er talið, að hér lifi á landi. Og þó að hverri tegund sé ekki lýst í löngu máli, ætlast eg til þess, að lesendunum veitist auð- velt að þekkja þær, sem hann finnur, ef að hann notar vel grein- ingarlykilinn og myndirnar. Markmið greinarinnar er tvennt. í fyrsta lagi að afla þeim gleði, sem vilja kynnast hinum smáu löndum okkar, landsniglunum, sem hér eiga heima, safna þeim og eiga þá sér og öðrum til gamans. í öðru lagi er sá möguleiki til, að þeir, sem kynnu að fara að safna landsniglum, ekki sízt nemendur skólanna, vildu láta náttúrufræðingum landsins í té 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.