Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 40
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111 ■ |; | i 11111111111111111111111111! 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
með tvennu móti, nefnileg-a beinlínis og óbeinlínis, en flestar sellur
fylgja síðari skiptingunni, sem fer fram á þennan hátt:
Kjarnanetið leysist upp og líkist dálitlu þráðarhnýti, og kjarna-
hýðið hverfur smám saman. Hnýtið verður smám saman gljúp-
ara og gljúpara, og greinist að lokum í ákveðinn fjölda þráða,
sem kallast litþræðir, því litnið hefir safnazt í þá. Það er mjög eft-
irtektarvert, að f jöldi litþráðanna er alveg fast ákveðinn hjá hverri
tegund, eða hverju afbrigði dýra eða jurta, og bregður aldrei út
af. I sellukjörnunum hjá einni flugutegund eru þræðirnir t. d. 8,
hjá annnari flugutegund eru þeir 12, hjá sumum 10, o. s. frv. í
sellum mannsins eru t. d. 48 litþræðir. Sellan heldur svo skipting-
unni áfram, og hver litþráður klofnar nú að endilöngu í tvennt,
þannig að tveir nýir þræðir myndast úr hverjum einum, og tvö-
faldast á þann hátt fjöldi þráðanna í sellunni. Hjá manninum
myndast þannig 96 litþræðir, sem raða sér í tvo flokka, en þannig,
að þeir tveir þræðir, sem mynduðust úr einum við klofninguna,
lenda aldrei í sama flokki, heldur fara hver í sinn hóp. í hverjum
flokki verða því 48 litþræðir hjá manninum. Þræðirnir í hverjum
f lokki sameinast nú sín á milli og mynda hnýti á ný; hnýtið verð-
ur fastara og fastara, og verður loks að neti, en utan um netið
myndast svo himna. Á þennan hátt hafa myndazt tveir nýir kjarn-
ar í sellunni, hver með sínu kjarnaneti, og hver með sínu kjarna-
hýði. Að lokum fellur sellan í tvennt, mitt á milli kjarnanna;
skiptingunni er nú lokið, og tvær sellur komnar fyrir eina.
Svona selluskipting á sér stað daglega í líffærum líkamans; á
þennan hátt endurbætist þeim slit, á þennan hátt vaxa þau. En
hvernig myndast nú kynsellur líkamans ? Myndast þær á sama hátt
og aðrar sellur? Það er augljóst, að svo getur ekki verið, því að
ef. svo væri, yrðu 48 litþræðir í eggi konunnar, og 48 litþræðir í
frjókorni mannsins. En þegar egg og frjókorn renna saman, og
mynda fyrstu sellu fóstursins, hina frjóvguðu eggsellu, yrðu 96
litþræðir í þessari sellu, eða með öðrum orðum, helmingi fleiri en
undantekningarlaust er hjá manninum.
Sú selluskipting, sem leiðir til kynsellumyndunar, fer því fram
með nokkuð öðru móti en almennt. Litþræðir móðursellunnar
klofna nefnilega ekki, heldur skipta sér óklofnir í tvo flokka, og
verða því 24 heilir litþræðir í hverri kynsellu hjá manninum. Kyn-
sellurnar hafa m. ö. o. nákvæmlega helmingi færri litþræði
en allar aðrar sellur líkamans, og þess vegna myndast sella með
vanalegum fjölda litþráða, þegar tvær kynsellur sameinast. Þessi