Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 24
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiim, Það eru til fiskar, sem geta lifað á landi, fiskar, sem anda með tálknum. Það eru til spendýr, sem lifa í sjó og aldrei koma á land, fiskar, sem klifra upp í tré, spendýr, sem geta flogið, fugl- ar, sem eru ófleygir, spendýr, sem hafa engan spena, spendýr, sem geta flogið, dýr, sem ekki geta hreyft sig úr stað, plöntur, sem geta þotið áfram, o. s. frv. Um leið og náttúran býr til „typur“, eins og t. d. fugl, spendýr, skriðdýr, fisk, tekst henni að semja mjög ólíkar typur að mjög líku umhverfi, svo að þær verða vegna þess hver annari líkar. Yfirleitt geta tvær tegundir dýra verið líkar hvor annari af þremur ástæðum. í fyrsta lagi af tilviljun, en það, er mjög sjaldgæft, og þar er vanalega aðeins að ræða um ytri svip. í öðru lagi ræður skyldleikinn því, hversu tvær tegundir dýra geta líkst, en það mætti nefna u'pprunalíkingu (phylogenesis), af því að tegundirnar eru af sama bergi brotnar (homologar). Loks er þriðji möguleikinn, sá, að dýrin líkist, vegna þess að þau eigi við sömu kjör að búa (analogia), þar hafa tegundir, sem upprunalega voru mismunandi að útliti, gengið í gegnum hendur sama meistara, sem sé umhverfið. Umhverfið hefir svipuð áhrif á dýrin eins og uppeldið á manninn. Börn, sem fá sömu fræðslu, sömu aðhlynningu, læra sömu lífsskoðun, sömu mannasiði, sömu trúarbrögð og hlíta seinna sömu skilyrðum og sömu lögum, geta nálgast það að verða mjög lík í framkomu, og taka líka afstöðu til vandamála lífsins, enda þótt efniviðurinn, sem í þeim er, sé með ýmsu móti. „Séð hef eg köttinn syngja á bók“, segir Öfgabragur, sem mörgum er kunnur. „Og gerið nú betur“, mun skáldið hafa hugs- að. „Móðir náttúra“ gerir betur. Hún skapar fislca, sem væla eins og kettir, og aðra, sem gefa frá sér ýmiskonar hljóð, með ýmsum hætti. Það eru til margir fiskar, sem geta „látið til sín heyra“, og meðal þeirra eru lungnafiskarnir. Annað sérkenni hafa þeir, sem í raun og veru er margfalt merkilegra en röddin, þeir hafa lungu. Vitanlega hafa þeir einnig tálkn, eins og allir aðrir fiskar, en vegna þess, að þeir lifa oft á þurru, hefir sundmaginn orðið að öndunarfæri, með honum anda þeir í loftinu, engu síður en hvert annað dýr, sem á landi lifir. Þeir standa yfirleitt á mjög líku þroskastigi að þessu leyti eins og lirfur froskdýranna, sem, eins og kunnugt er, anda bæði með lungum (í lofti)-og með tálknum (í vatni). Hjá lungnafiskunum sjáum við lungu þeirra hrygg- dýra, sem á landi lifa, í hinni upprunalegu mynd. Lungun, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.