Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 34
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii veikt, og sterka frjóefnið myndaði drengi, en það veika stúlkur. Hann hélt, að frjóefnið myndaðist um allan líkamann, í beinum,. taugum, blóði, vöðvum og annars staðar. 1 sterkbyggðum líkams- hlutum átti að myndast hraust frjóefni, en í veikbyggðum veiklað. Samkvæmt þessu áttu sköllóttir menn að geta sköllótta, af brún- eygðum áttu að koma brúneygðir, af bláeygðum bláeygðir, af rangeygðum rangeygðir, o. s. frv. Mjög merkilegar eru skoðanir Platons á ættgengi og mann- kostum. Hann hélt, að í eðli manna væri blandað málmum, og mannkostir og eiginleikar mannanna færu eftir gæðum og gildi málmanna. Til skýringar á kenningum Platons set ég hér dálítina kafla úr ritum hans, sem dæmi: „í eðli þeirra, sem skapaðir eru til valda, hefir Guðinn, sem skapaði þá, blandað gulli. Þess vegna eru þeir meira virði en aðrir. í eðli stríðsmannanna er silfur, en í bændum og verkafólki er járn og eir. Oftast nær geta foreldrarnir börn, sem líkjast þeim, en stundum kemur það fyrir, að af gulli kemur silfur, eða af silfri gull. Þess vegna ættu allir valdhafar og stórmenni að gera sér far um að kynnast eðli barna sinna, til þess að komast að því, hvað er blandað í sálu þeirra. Og sé þar eir eða járn, verða þeir miskunnarlaust að hrinda afkvæminu frá sér í hóp verkalýðs og bænda, en ekki láta ábyrgðarstörf sín ganga í erfðir til þess. En geti einhver gulli- eða silfurblandaðan son, verður að hlynna vel að honum, og riðja honum braut fram til metorða og valda, eða gera hann að hernaðarmanni“. Um uppeldið segir Platon á þessa ieið: „Gott og skynsamlegt uppeldi og menntun göfgar manneðlið, og æskulýður sá, sem nýtur þess, verður betri en foreldrarnir voru, og mun geta af sér ennþá betra og fullkomnara afkvæmi en hann er sjálfur". Platon heldur auðsjáanlega, að af gulleðlinu, eins og hann kallar það, geti komið járneðli, eða af járneðli gulleðli, eða með öðrum orðum, að út af miklum og nýtum mönnum geti komið lið- léttingar, og af smámennum afburðamenn, og þessi skoðun hans kemur fyllilega heim við reynsluna, og er í fullu samræmi við nýj- ustu rannsóknir ættgengisfræðinnar. Á hinn bóginn er sú skoðun, að eiginleikar, sem einstaklingar tileinka sér við menntun og gott uppeldi, gangi í erfðir, getgáta ein, sem engin rök hefir við að styðjast, eins og við munum sjá síðar. Yfirleitt leggja Forngrikkir mjög mikla áherzlu á uppeldið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.