Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 32
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ............................................................ n 111 ii 111111111 ii 1111 ii 11> varð og vax-t við lítið eitt af smokkfiskum, burstormum, smáum krabbadýrum, skeldýi'aleifar o. fl. Af fjölda og stærð kvarna úr ýmsum hinna ofantöldu fiska- tegunda, sem Havinga hefir fundið í maga selanna, hefir hann getað gert áætlun um, hve margt og hve mikið selurinn etur að jafnaði af hverri einni þessara tegunda, eða hve mikils vii'ði hver tegund er sem fæða fyrir selinn. Hefir það sýnt sig, að kolinn er aðalfæða hans, og fremstur meðal þeirra flundran, sem er 30 % (og þó víst allt of lágt reiknað) af allri fæðunni; næst kemur lýs- an með 17, síldin með 15 og marhnútur með 16 %. En sé aðeins um fullorðinn sel að ræða, þá kveður enn þá meira að flundrunni; hún er jafnvel 64 %. Yfirleitt lifir landselurinn mest á botnfisk- um, enda þótt hann taki líka töluvert af uppsjávarfiskum, eins og síld, en að lax og silungur hefir ekki fundizt á matarseðli hans er ekki vegna þess, að hann sé í neinu laxátsbindindi, heldur af því, að fátt er um þesskonar fisk í hollenzkum fljótum, og selir úr þeim, sem lax er enn lítilsháttar í (það er sunnan til í landinu), voru alls ekki rannsakaðir í þessu tilliti. Samkvæmt rannsóknum Havinga er dagskamtur selsins 3—7^/j, kg, eftir stærð hans, að meðaltali 5 kg (en í dýragörðum er talið svo, að 100 kg selur eti 5—7 kg af fiski). Aðallega tekur hann fæðu sína á daginn. Fyrstu 6 vikur æfi sinnar nærist hann eingöngu á móðurmjólkinni og næstu 6 vikurnar nærri einvörðungu á hrossarækju, en úr því fer hann meir og meir að eta fisk. Eins og kunnugt er, er landselurinn bæði hér og annarsstaðar mikill vargur í fiskahjörðinni, og þá líka við Holland. Havinga gerir ráð fyrir, að hver landselur, sem við Holland á heima, eti 1800 kg af fiski um árið, en allur selurinn, sem gert er ráð fyrir að sé 4000, ætti þá að fara með 7 millj. kg. Gengur það einkum út yfir kolann, því þó að ekki væri nema helmingurinn af þessum fiski koli, þá yrðu það 120—140 millj. kola, að mestu undir 18 em lengd. Það er há tala! Árlega veiðast 800—1500, að meðaltali 1100 selir við Hol- land, en lítils virði verður sú veiði á móts við skattinn, sem selur- inn leggur á fiskstóðið, þegar þar við bætist fé það, sem lagt ei" selnum til höfuðs. En tölur, sem sýni hve miklu þessi skattur nemi í peningum, eru eigi tilgreindar, en sjálfsagt er hann ekkert smá- ræði. B. Sæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.