Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 iiiimiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii að slíkt geti orðið, verðum vér að hagnýta oss allar þær nýjungar erlendra þjóða, sem fljótastan og beztan árangur geta gefið. Og að minni hyggju er það hagnýting á rannsóknum Mitschurins öðru fremur, sem gæti rutt aldintrjáræktinni braut hér á landi. í apríl 1935. Ingimar Óskarsson. Voru það snjógæsir? I síðasta hefti fjórða árgangs Náttúrufræðingsins er snjó- gæsarinnar minnzt. Þar er sagt, að hennar hafi aðeins einu sinni orðið vart hér á landi, svo að vitað sé með vissu, og var þetta tilefni til þess, að eg sendi Náttúrufræðingnum línur þessar. Dag nokkurn seinni hluta júnímánaðar í vor var eg undir- ritaður staddur við Brúará, ofantil við Spóastaði, og var að virða fyrir mér hinar ýmsu fuglategundir, sem héldu þar til við ána. Sé eg þá allt í einu hvar fuglar tveir, sem eg ekki þekkti, koma syndandi móti straum. Þeir voru snjóhvítir, en bæði sköpulagið og stærðin minnti mig mjög á grágæsaættkvíslina. Fuglarnir héldu svo áfram upp ána, án þess að láta nokkurt hljóð til sín heyra, og að litlum tíma liðnum voru þeir aftur komnir í hvarf. Miklar líkur virðist mér vera til þess, að hér hafi snjógæsir verið á ferð. En náttúrlega verður ekkert fullyrt um það, því að f jarlægðin milli mín og fuglanna var meiri en svo, að mögulegt væri að sjá þá greinilega með berum augum. Helgastöðum, 25. febrúar 1935. Eyþór Erlendsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.