Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 28
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | i | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | | £,
Um uppruna lungnafiskanna vita menn ekki mikið. Þeir eru
svo ólíkir sín á milli, að minnsta kosti að því er tekur til innri
byggingar, að það verður að skipa þeim í þrjár ættir, og verður
ein tegund í hverri. Þó líkjast Afríku-lungnafiskurinn og Suður-
Ameríku-lungnafiskurinn meira hvor öðrum, en Ástralíu-lungna-
fiskurinn líkist hinum frændum sínum. Þótt þeir séu allir skyldir,.
þá er þó hugsanlegt, að þeir eigi ekki. sameiginleg upptök, heldur
séu svona líkir vegna þess að þeir hafa gengið í sama skóla, —
þeir eru steyptir í sama móti, kjörin hafa mótað þá eins.
Annað dæmi um það, hvernig kjör og lifnaðarhættir geta
skapað sviplíkar tegundir úr ólíku efni, eru þau hryggdýr, sem
geta flogið. Af hryggdýraflokkunum fimm, fiskum, froskdýrum,
skriðdýrum, fuglum og spendýrum, hafa aðeins tegundirnar í
þremur síðargreindu flokkunum tileinkað sér fluglistina. Að vísu
geta flugfiskarnir „stokkið“ spölkorn upp úr vatninu og svifið
nokkra metra í lofti, áður en þeir nema við yfirborð sjávar á ný,
en eiginlegt flug hafa þeir aldrei lært, og það hafa yfirleitt engir
fiskar. Sama máli er að gegna með froskdýrin, þau hafa heldur
aldrei getað flogið. Þær tegundir fugla, sem ekki geta flogið, eru
hreinasta undantekning frá reglunni, og eru nú margar hverjar
að verða aldauða, og sumar alveg
eyddar. Ennfremur hafa ýmsir
ættbálkar spendýra gert tilraun
til þess að senda fulltrúa til flugs..
Mörgum hefir heppnazt það að
nokkru leyti, en engum tekizt til
fulls, nema skordýraætunum, sem
hafa getið af sér nýjan ættbálk,
leðurblöðkurnar. Þær eru einu
spendýrin, sem geta flogið. Skrið-
dýrin voru einu sinni voldugt stór-
veldi hér á jörðunni, áður en að
fuglarnir, en einkum spendýrin:
komu til sögunnar, en nú er ekki
eftir nema svipur hjá þeirri sjón,
sem áður var. Þegar þau voru
uppi á sitt bezta, áttu þau einnig
einn ættbálk, semrgat ferðast um
Þessi mynd sýnir vænggerð loftÍð’ hann var flugeðlurnar.
flugeðlu, leðurblöku og fugis. Sumar þeirra voru 4—6 metrar