Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 42
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiiiiiiiiiilllliiiiiiiiiiiliiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiii fyrsta sella fóstursins, og afkomendur hennar, skipta sér nú á vanalegan hátt, unz öll líffærin eru mynduð, og skipting fylgir skiptingu, þangað til líkaminn er loksins fullþroska. Loks fara nokkrar sellur að skipta sér á nýjan hátt, þær mynda kynsellur, sem sameinast kynsellum annars einstaklings, og leggja grund- völlinn undir nýjan líkama og þannig koll af kolli, kynslóð eftir kynslóð. í líkama allra dýra og plantna, sem tímgast með kynsellum, eru því tvenns konar sellur, nefnilega vanalegar líkamssellur, með þeim fjölda iitþráða, sem einkennir tegundina eða afbrigðið, og svo kynsellurnar, með nákvæmlega helmingi færri litþráðum. Kyn- sellurnar kallast einsettar, en líkamssellurnar tvísettar, af því að þær hafa helmingi fleiri litþræði en kynsellurnar. Það er augljóst, að sellurnar fela einingar ættgengisins í skauti sínu. Með starfsemi sinni og útliti setja þær svip sinn á líkamann, og nokkuð af þessum svip, ásamt eiginleikum þeim, sem honum fylgja, gengur í ættir. En hvað er það nú í sellunni, sem flytur með sér eiginleikana, svo að segja mann fram af manni? Við nán- ari athugun þykir það líklegast, að kjarninn sé hér aðalatriðið, og þá einkum litþræðirnir, því þar er mest til alls vandað, sérstaklega þegar er að ræða um skiptingu. Það er eins og náttúran leggi á- herzluna á það, að litþræðirnir og litnið skiptist alveg nákvæmlega jafnt á milli sellnanna, því á þann hátt verða þær sem líkastar að gerð og lögun; þær verða eins og mótaðar í sama formi, og sam- rænar í eiginleikum og starfsemi, svo ekki er hætt við að hver höndin rísi upp á móti annarri. Áður en við Ijúkum við að athuga selluna, og samband henn- ar við ættgengið, skulum við líta betur á eitt. Þegar kynsellurnar myndast, flokkast litþræðirnir, eins og áður er sagt, í tvo hópa, án þess að klofna, og tvær kynsellur myndast úr hverri einni sellu, sem yfirleitt myndar kynsellur. Spurningin er nú, hvort á sama stendur, hverjir af litþráðunum fara í aðra kynselluna, og hverjir í hina. Verða nú báðar kynsellurnar, hvernig sem allt fer, alveg eins, hvað ættgengi viðvíkur? Það leikur enginn vafi á því, að ættgengið stendur í nánu sambandi við litþræðina eða litnið, og eiginleikar sellunnar, og þar með dýrsins, eða plöntunnar, sem í rauninni er þjóðfélag af mörgum samrænum sellum, eru árangur- inn af samvinnu litþráðanna, eða áhrifum þeirra hvers á annan. En sérhver litþráður leggur alveg ákveðinn skerf þessara eigin- leika af mörkum, og þessi skerfur er ef til vill mjög frábrugðinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.