Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii Hvernig á eg að þekkja sniglana, sem eg finn á landi? LeiSbeiningar til þess a8 safna landsniglum og þekkja þá. Allt til skamms tíma hefur verið tilfinnanlegur skortur á íslenzkum bókum um flest dýr landsins, og svo er að miklu leyti enn. Einu dýrin, sem við erum nú að eignast góðar bækur um, eru hryggdýrin. Þar er komin bók um fiskana, og önnur um spen- dýrin. Vantar þar aðeins fuglabókina, til þess að almenningur geti aflað sér þeirrar vitneskju, sem hann kann að girnast, um öll íslenzk hryggdýr. Á hinn bóginn er sama sem ekkert ritað fyrir alþýðu um lægri dýrin, og þó er mergð þeirra miklu meiri en hinna æðri. Þannig hafa aðeins birzt einstakar ritgjörðir um takmörkuð •efni, sem snerta skordýr, orma, lindýr o. s. frv., en hvergi er •ennþá að finna heilsteypt yfirlit, sem alþýða manna gæti stuðst við, ef hana langar að þekkja þessa smælingja landsins. Þessum skorti veldur tvennt. f fyrsta lagi myndu fáir verða til þess að kaupa slíkar bækur, þótt til væru. f öðru lagi vitum við varla nóg um lægri dýrin, til þess að geta gefið almenningi fullnaðar upplýsingar um tegundirnar, og lifnaðarhætti þeirra. Þetta stafar aftur af því, að land vort er stórt, og fáar hendur til þess að rann- saka það. Og þar við bætist, að flest hinna lægri dýra, eru ekki auðveld viðfangsefni fyrir viðvaninga, ef að þeir væru kvaddir til hjálpar, til þess að kanna landið, og þá kemur aftur bókaleys- ið okkur í koll. Þessi litla ritgjörð er tilraun til þess, að gefa lesendum Nátt- úrufræðingsins yfirlit yfir þær tegundir snigla, sem víst eða lík- legt er talið, að hér lifi á landi. Og þó að hverri tegund sé ekki lýst í löngu máli, ætlast eg til þess, að lesendunum veitist auð- velt að þekkja þær, sem hann finnur, ef að hann notar vel grein- ingarlykilinn og myndirnar. Markmið greinarinnar er tvennt. í fyrsta lagi að afla þeim gleði, sem vilja kynnast hinum smáu löndum okkar, landsniglunum, sem hér eiga heima, safna þeim og eiga þá sér og öðrum til gamans. í öðru lagi er sá möguleiki til, að þeir, sem kynnu að fara að safna landsniglum, ekki sízt nemendur skólanna, vildu láta náttúrufræðingum landsins í té 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.