Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 44
38 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN iiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiDiiiiiiiiiimuiiiiiin lægra en þeir, sem f jær voru, alveg eins og í „bíói“ eða leikhúsi nú á dögum. Á borðinu í miðjum salnum voru líkin krufin, en borð- inu var hægt að snúa um lóðréttan ás, þannig að áhorfendurnir gætu sem bezt fylgt athöfninni. Tíðast voru leikhúsin tvílyft, og tók salurinn upp í gegnum báðar hæðir hússins, alveg upp að þaki. Kringum salinn að ofan voru þá svalir, líkt og í Alþingishúsinu hér, eða eins og „balkon“ í leikhúsi, þar sátu konungar og aðrir þjóðhöfðingjar. Veggir salsins voru skreyttir með beinagrindum manna og dýra, eða öðrum líffærum, sem geymd voru í glösum (í vínanda). Sumstaðar voru aðeins hafðar tvær beinagrindur, önnur úr manni, en hin úr konu, til þess að „skreyta“ salinn, og áttu þær þá að tákna foreldra mannkynsins, Adam og Evu, og á milli þeirra var þá sett tré, tréð fræga úr aldingarðinum í Eden. Krufningar líka hafa sennilega ekki verið neinir hversdags við- burðir, heldur farið fram sem hreinar og beinar leikhússýningar, þar sem rektor háskólans og ýmsu öðru stórmenni var sérstaklega boðið. Tilbrigðasniðið á sýningum þessum sést gleggst á því, að hinir tignu gestir skemmtu sér oft á annan hátt um leið, og það svo mjög, að öllu velsæmi var ofboðið. Sagt er einnig, að það hafi komið fyrir einhvers staðar að hætta varð sýningu, vegna þess að aðal-persónan í leiknum, glæpamaðurinn, sem hengdur hafði verið og krufinn skyldi, rankaði allt í einu við, þegar farið var að skera í hann. Þótt okkur nútímamönnum finnist rannsóknir sem þessar hafa á sér nokkuð hjákátlegan og miður smekklegan blæ, verður því ekki neitað, að hér var að skapast grundvöllurinn að líffærafræði vorra tíma. Fornaldarbókmenntirnar, sem miðaldirnar höfðu lif- að á hingað til, urðu nú smám saman að þoka til hliðar fyrir þeirri þekkingu, sem fékkst við skurðarborðið, — þar skapaðist leyfð, sem komandi kynslóðir skyldu auka og margfalda. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.