Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
109
Mánaðard. 17. júlí Lengd 17,5 cm Tíma- munur Lengdar- munur Lengdar mism. m. v. 30 dg.
3. ág. 21,8 cm 17 dg. 4,3 cm 7,6 cm
8. sept. 28,0 — 36 — 6,2 — 5,2 —
14. okt. 31,3 — 36 —' 3,3 — 2,8 —
Við komumst þá að þeirri niðurstöðu, að hér sé að ræða um
einn og sama aldursflokk af smokk, og þar sem stærðin eykst
mjög ört, verðum við að draga þá ályktun, að um smokk á fyrsta
ári sé að ræða, þ. e. að allur smokkurinn, sem veiðist hér við
land á haustin sé á fyrsta ári, frá því vorið áður og ætti hann að
vera kominn í heiminn síðast í marz eða fyrst í apríl.
Þá er eftir að heimfæra Grindavíkur-smokkinn. Stærðarmun-
urinn á honum og október-smokknum er 33,3 cm og getur varla
komið til mála að hann hafi vaxið það á ca. 77 dögum, nema ef
um undantekningu væri að ræða. Hann hefir því sennilgea verið
h. u. b. tveggja ára gamall, og þar sem hann var að verða kyn-
þroska, verðum við að líta svo á, 1) Að b'eitusmokkurinn okkar
verði kynþroska tveggja ára og 2) að viðkoman eigi sér stað
snemma árs.
Eins og fyrr er getið kemur beitusmokkurinn hér upp að land-
inu síðari hluta sumars með Golfstraumnum. Hvar hann tímgast
vitum við ekki. Ferð hans hingað verðum við að skoða sem heim-
sókn. líkt og á sér stað um marsvínið og fleiri dýr, sem eiga
heima í Atlantshafssjónum. Við vitum eigi heldur hvort sá
smokkur, sem hingað kemur, kemst aftur til hinna eiginlegu
heimkynna sinna eða hvort ferðin hingað norður í höf markar
„blinda braut“ út frá hinum eðlilega lífsferli.
Þess var getið, að smokkurinn þætti leiður gestur í síldar-
torfunum. Síldin hefir einnig fulla ástðæu til þess að óttast
hann, því hann virðist ekki hlífa henni. Því til sönnunar skal
ég geta þess, að í maga smokksins, sem rak í Grindavík, fund-
ust leifar af síld á ýmsum aldri, frá veturgamalli síld upp í sjö
vetra.