Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 17
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 111 för okkar 'hjóna þar og sýndu okkur þá gestrisni og vinsemd, sem okkur verður ógleymanleg. ÖGUR. Fyrsti dvalarstaður minn við Djúpið var í Ögri, hinu forna höfuðbóli. Stendur það við botninn á alldjúpri vík, sem skerst inn í tangann milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Beggja vegna víkurinnar eru hrjóstrugir tangar, Ögurnes að vestan, en að austan Ögurhólmar. í Ögurnesi er nokkur byggð og stunda íbú- arnir sjómennsku, en hafa enga grasnyt. Fyrir botni víkurinnar er bærinn í Ögri umkringdur miklu túni og fögru, en í kring er hvarvetna hrjóstrugt og gróðurlítið. Neðanvert í túninu eru þrjú gömul sjávarmál hvert upp af öðru. Sýna þau skýrt að land hefir hér risið úr sjó. Sams konar sjávarmál athugaði ég síðar í Vatnsfirði og víðar við Djúpið, en miklu eru þau greinilegri sunnan þess en norðan. Inn frá Ögurvíkinni gengur grunnur dalur, sem hækkar skammt innan við bæinn, og fellur á úr honum í fossum niður brekkurnar. Beggja megin dalsins eru lágir hálsar (400—500 m.) með skriðurunnum hlíðum og kletta- beltum hið efra. Berglögum hallar hér til suðurs. Uppi eru háls- ar þessir gróðurlitlir eða gróðursnauðir með öllu nema einstaka snjódældir, sem vaxnar eru grasvíði og mosalyngi. Klappir allar eru jökulfægðar, og er rákastefnan að mestu samhliða dalnum. Inni í dalnum eru tvö smávötn. Austan við Ögurháls er Laugardalur. Hann er bæði miklu dýpri og lengri en Ögurdalur, enda er allmikil byggð í honum. Hlíðar hans eru allmikið grónar, en klettabelti þó víða hið efra. Tvö vötn eru í honum og eftir honum rennur á, sem í er nokk- ur silungsveiði. Víða er frítt um að litast í dalnum. Þar eru tvær laugaþyrpingar. Aðrar eru heima við bæinn á Laugabóli, um 40° heitar, en hinar framar í dalnum við Reykjasel. Þær eru allvatnsmiklar og varla undir 60° heitar. Þá var mér tjáð að laugavæta, 30° heit, væri í Ögurnesi. Eins og þegar er getið er landið kringum Ögur fremur hrjóstr- ugt. Með sjónum eru þar víða valllendisgrundir, mjóar ræmur, en vaxnar vinglum1) og fjallasveifgrasi,2) sem blandað er með geldingahnappi,3) músaréyra4) o. fl. brómjurtum. Þá eru og 1) Festuca. 2) Poá alpina. 3) Armeria vulgaris. 4) Cerastium alpinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.