Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 20
114 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN orðið hefir skógunum íslenzku að fjörtjóni. Skógsvörðurinn er víðast algróinn, þó er kjarrið víða svo þétt, að undirgróðurinn er harðla gisinn. Algengastar tegundir í lágkjarrinu eru blá- berjalyng,1) aðalbláberjalyng2) og krækilyng,3) en þar sem kjarr- ið er hærra hverfa runnar þessir, en í þeirra stað koma grasteg- undir svo sem bugðupuntur,4) ilmreyr3) og língresi,* 6) en einnig er þar margt blómjurta, svo sem blágresi,7) einkum hið blóm- smáa afbrigði þess (f. parviflora), hrútaberjalyng,8) fíflar,9) sól- eyjar10 * *) og fjalldalafífill.11) Allur var gróður þessi mjög þroska- mikill, stakk mjög í stúf við hin nöktu tré. Þá er hinn undurfagri burkni, þrílaufungur,1.2) mjög algengur. Allar þessar tegundir eru mjög útbreiddar í skógunum við ísafjarðardjúp ásamt lyng- jafna,13) sem fyrr getur. Þrjár sjaldgæfar tegundir fann ég í Laugabólsskógi, skrautpunt,14) vetrarlauk15) og krossjurt.16) Hin síðasttalda tegund er einkennisplanta í kjörrunum við innanvert ísafjarðardjúp, en hvergi fundin annars staðar á landinu. Hún hefur áður fundizt innst inni í ísafirði og í Laugabólsskógi, en nú fann ég hana einnig við Rauðamýri úti á Langadalsströnd, en ekki utar á ströndinni. Einir17) vex sums staðar í Laugabólsskógi og verður þar allstórvaxinn; heima á Laugabóli sá ég hríslu, sem var nál. IV2 m á lengd og með handleggsgildum stofni, en jarð- læg hafði hún verið ei að síður. Nokkur reynitré18) eru á víð og dreif um skóginn. Hlíðin norður frá Laugabóli er að mestu skóglaus, nema ein- stakar hríslur og runnar þar sem skjól eru. Um neðanverða hlíð- ina ber mest á þursaskeggi10) og móasefi,20) en þegar ofar dregur verða runnarnir ríkjandi, bláberjalyng,21) aðalbláberjalyng,22) krækiberjalyng23) og fjalldrapi.24) Tvær hinar fyrsttöldu teg- undir vaxa einkum þar sem snjóþyngra er, en hinar síðartöldu þar sem berangrið er meira. Þegar dregur upp undir hálsbrún- ina hverfa smám saman allar tegundirnar nema krækilyngið; er það víða einrátt þar á stórum svæðum. Á hjöllunum um ofan- 1) Vaccinium uliginosum. 2) V. myrtillus. 3) Empetrum nigrum. 4) Deschampsia flexuosa. 5) Anthoxanthum odoratum. 6) Agrostis 7) Geranium silvaticum. 8) Rubus saxatilis. 9) Taraxacum. 10) Ran- unculus acer. 11) Geum rivale. 12) Dryopteris Linneana. 13) Lycco- podium annotinum. 14) Milium effusum. 15) Pyrola secunda. 16) Melampyrum silvaticum. 17) Juniperus communis. 18) Sorbus aucu- paria. 19) Elyna Bellardi. 20) Juncus trifidus. 21) V. uliginosum. 22) Vaccinium myrtillus. 23) Empetrum nigrum. 24) Betula nana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.