Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 20
114
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
orðið hefir skógunum íslenzku að fjörtjóni. Skógsvörðurinn er
víðast algróinn, þó er kjarrið víða svo þétt, að undirgróðurinn
er harðla gisinn. Algengastar tegundir í lágkjarrinu eru blá-
berjalyng,1) aðalbláberjalyng2) og krækilyng,3) en þar sem kjarr-
ið er hærra hverfa runnar þessir, en í þeirra stað koma grasteg-
undir svo sem bugðupuntur,4) ilmreyr3) og língresi,* 6) en einnig
er þar margt blómjurta, svo sem blágresi,7) einkum hið blóm-
smáa afbrigði þess (f. parviflora), hrútaberjalyng,8) fíflar,9) sól-
eyjar10 * *) og fjalldalafífill.11) Allur var gróður þessi mjög þroska-
mikill, stakk mjög í stúf við hin nöktu tré. Þá er hinn undurfagri
burkni, þrílaufungur,1.2) mjög algengur. Allar þessar tegundir
eru mjög útbreiddar í skógunum við ísafjarðardjúp ásamt lyng-
jafna,13) sem fyrr getur. Þrjár sjaldgæfar tegundir fann ég í
Laugabólsskógi, skrautpunt,14) vetrarlauk15) og krossjurt.16) Hin
síðasttalda tegund er einkennisplanta í kjörrunum við innanvert
ísafjarðardjúp, en hvergi fundin annars staðar á landinu. Hún
hefur áður fundizt innst inni í ísafirði og í Laugabólsskógi, en nú
fann ég hana einnig við Rauðamýri úti á Langadalsströnd, en
ekki utar á ströndinni. Einir17) vex sums staðar í Laugabólsskógi
og verður þar allstórvaxinn; heima á Laugabóli sá ég hríslu, sem
var nál. IV2 m á lengd og með handleggsgildum stofni, en jarð-
læg hafði hún verið ei að síður. Nokkur reynitré18) eru á víð og
dreif um skóginn.
Hlíðin norður frá Laugabóli er að mestu skóglaus, nema ein-
stakar hríslur og runnar þar sem skjól eru. Um neðanverða hlíð-
ina ber mest á þursaskeggi10) og móasefi,20) en þegar ofar dregur
verða runnarnir ríkjandi, bláberjalyng,21) aðalbláberjalyng,22)
krækiberjalyng23) og fjalldrapi.24) Tvær hinar fyrsttöldu teg-
undir vaxa einkum þar sem snjóþyngra er, en hinar síðartöldu
þar sem berangrið er meira. Þegar dregur upp undir hálsbrún-
ina hverfa smám saman allar tegundirnar nema krækilyngið; er
það víða einrátt þar á stórum svæðum. Á hjöllunum um ofan-
1) Vaccinium uliginosum. 2) V. myrtillus. 3) Empetrum nigrum.
4) Deschampsia flexuosa. 5) Anthoxanthum odoratum. 6) Agrostis
7) Geranium silvaticum. 8) Rubus saxatilis. 9) Taraxacum. 10) Ran-
unculus acer. 11) Geum rivale. 12) Dryopteris Linneana. 13) Lycco-
podium annotinum. 14) Milium effusum. 15) Pyrola secunda. 16)
Melampyrum silvaticum. 17) Juniperus communis. 18) Sorbus aucu-
paria. 19) Elyna Bellardi. 20) Juncus trifidus. 21) V. uliginosum. 22)
Vaccinium myrtillus. 23) Empetrum nigrum. 24) Betula nana.