Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 22
116
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
MELGRASEYRI — KALDALÓN.
Langadalsströnd nær frá mynni ísafjarðar og að Kaladlóni.
Kaldalón er fjörður, sem fyllzt hefir af framburði skriðjökuls,
svo að mestur hluti fjarðarins er nú leirur, sem að mestu eru
þurrar um fjöru. Framan við leirurnar er mjótt sandrif. Inn af
leirunum er dalur, og gengur skriðjökull ofan í botn hans. Jök-
ulsporðurinn er þverhníptur að framan, nál. 50 m hár og mjög
sprunginn. Undan honum kemur allvatnsmikil á, er Mórilla
heitir, og fellur hún út í Kaldalón. Hlíðar dalsins eru snarbratt-
ar, en dalbotninn marflatur. Sunnanvert í dalnum innanverðum
er klettahlíð mikil, sem Votubjörg heitir. Hefir jökull legið fram
á þau til skamms tíma. Jökullinn í Kaldalóni hefir á síðustu
áratugum dregið sig allmikið til baka, og miklu munar nú frá
því, sem hann náði lengst fram á fyrri öldum. Talið er að nokkr-
ir bæir hafi verið inni í dalnum, en þeir eyddust af jökli. Undan
jöklinum berast ýmsar einkennilegar stein- og bergtegundir, og
surtarbrandur kemur þar fram að staðaldri. Þá var mér tjáð að
fyrir nokkru hefði fundizt viðarbútur, er mest líktist rekavið,
kominn undan jökli.
Fjallið austan við Kaldalón heitir Ármúli að framanverðu en
Háafell innar. Austan við fjallið gengur inn allmikill dalur,
Skjaldfannardalur. Nær botn hans upp undir Drangajökul, en
austur úr honum er Hraunadalur. Úr dalnum fellur vatnsmikil á,
er Selá heitir, er hún talin ein vatnsmesta á Vestfjarða. Rétt ofan
við dalsmynnið er mikið hólahrúgald, sennilega gamlar jökul-
öldur. Þar fyrir innan hefur fyrrum skapast stöðuvatn, sem
áin hefur síðar fyllt upp; er þar sléttlendi, og bugðast um það
djúpir kílar. Hjá Laugalandi neðst í dalnum eru allmiklar laug-
ar. Milli Hraundals og Langdalsstrandar er lágur háls. Undir
hálsendanum stendur bærinn Melgraseyri. Dregur hann nafn
af eyri, sem þar gengur fram í Djúpið og framburður Selár
hefur skapað.
Eyrin er að miklu leyti gróin. Næst sjónum er örmjótt fjöru-
gróðurbelti, þar sem hrímblaðka1 *) er næstum einráð. Þar fyrir
ofan er allstórt sandsvæði. Algengust tegund er þar túnving-
ull;-) nokkuð vex þar einnig af geldingahnapp,3) tágamuru4)
og mel,0) sem eyrin dregur nafn af; annars er hann sjaldgæfur
1) Atriplex hastata. 2) Festuca rubra. 3) Armeria vulgaris. 4) Poten-
tilla anserina. 5) Elymus arenarius.