Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 22
116 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN MELGRASEYRI — KALDALÓN. Langadalsströnd nær frá mynni ísafjarðar og að Kaladlóni. Kaldalón er fjörður, sem fyllzt hefir af framburði skriðjökuls, svo að mestur hluti fjarðarins er nú leirur, sem að mestu eru þurrar um fjöru. Framan við leirurnar er mjótt sandrif. Inn af leirunum er dalur, og gengur skriðjökull ofan í botn hans. Jök- ulsporðurinn er þverhníptur að framan, nál. 50 m hár og mjög sprunginn. Undan honum kemur allvatnsmikil á, er Mórilla heitir, og fellur hún út í Kaldalón. Hlíðar dalsins eru snarbratt- ar, en dalbotninn marflatur. Sunnanvert í dalnum innanverðum er klettahlíð mikil, sem Votubjörg heitir. Hefir jökull legið fram á þau til skamms tíma. Jökullinn í Kaldalóni hefir á síðustu áratugum dregið sig allmikið til baka, og miklu munar nú frá því, sem hann náði lengst fram á fyrri öldum. Talið er að nokkr- ir bæir hafi verið inni í dalnum, en þeir eyddust af jökli. Undan jöklinum berast ýmsar einkennilegar stein- og bergtegundir, og surtarbrandur kemur þar fram að staðaldri. Þá var mér tjáð að fyrir nokkru hefði fundizt viðarbútur, er mest líktist rekavið, kominn undan jökli. Fjallið austan við Kaldalón heitir Ármúli að framanverðu en Háafell innar. Austan við fjallið gengur inn allmikill dalur, Skjaldfannardalur. Nær botn hans upp undir Drangajökul, en austur úr honum er Hraunadalur. Úr dalnum fellur vatnsmikil á, er Selá heitir, er hún talin ein vatnsmesta á Vestfjarða. Rétt ofan við dalsmynnið er mikið hólahrúgald, sennilega gamlar jökul- öldur. Þar fyrir innan hefur fyrrum skapast stöðuvatn, sem áin hefur síðar fyllt upp; er þar sléttlendi, og bugðast um það djúpir kílar. Hjá Laugalandi neðst í dalnum eru allmiklar laug- ar. Milli Hraundals og Langdalsstrandar er lágur háls. Undir hálsendanum stendur bærinn Melgraseyri. Dregur hann nafn af eyri, sem þar gengur fram í Djúpið og framburður Selár hefur skapað. Eyrin er að miklu leyti gróin. Næst sjónum er örmjótt fjöru- gróðurbelti, þar sem hrímblaðka1 *) er næstum einráð. Þar fyrir ofan er allstórt sandsvæði. Algengust tegund er þar túnving- ull;-) nokkuð vex þar einnig af geldingahnapp,3) tágamuru4) og mel,0) sem eyrin dregur nafn af; annars er hann sjaldgæfur 1) Atriplex hastata. 2) Festuca rubra. 3) Armeria vulgaris. 4) Poten- tilla anserina. 5) Elymus arenarius.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.