Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117 um þessar slóðir. Enn ofar á eyrinni eru gamlir malarkambar, hinir hærri þeirra eru vaxnir móagróðri, einkum krækilyngi,0) en hrossanál1) og valllendisgróður á lægri kömbunum. I dæld- unum milli þeirra liggja tjarnir fram eftir sumri. Eru þar víða flög eftir vaxin liðasóley2) og skriðdeplu.3) Gullstör4) vex þar víða í dældunum og ennfremur tilbrigði af stinnustör,5) óvenju- lega lágvaxið og fíngert með smávöxnum öxum. I kringum dýja- veitur uppi undir brekkunum vex mikið af fífu8) og mýrafinn- ung.7) Hlíðarnar framan í hálsinum og Ármúlanum eru með líkum hætti. Þær eru þurrlendar, enda mjög óvíða uppsprettur eða lækir og alvaxnar móagróðri og birkikjarri. Kjarrið er þó nokkru þroskalegra í Ármúla en hjá Melgraseyri, sums staðar upp undir IV2 m á hæð. Undirgróður kj,arrsins og mólendi þetta er að samsetningu næsta líkt því, sem þegar er lýst við Lauga- ból. Þó er krossgrasið horfið, þrílaufungurinn er minni, einkum í Ármúlanum, en hinsvegar er skjaldburki8) allalgengur. Hjarta- tvíblaðka9) er og allvíða hjá Melgraseyri. Að ofanverðu er hálsinn hjá Melgraseyri mjög gróðurlítill. Þar eru mest stórgrýttir melar, mjög gróðursnauðir, og ein- stakar gamburmosaþúfur. Við tjarnir nokkrar á hálsinum er snjódældagróður, þar sem ríkjandi tegundir eru: grasvíðir,10) grámulla11) og fjallasmári,12) þar sem dældin er dýpst og snjór- inn liggur lengst er snjómosaskorpa13) en nær engar háplöntur. Þarna á hálsinum er mjög greinileg melatíglamyndun. Er hana helzt að finna þar sem nokkrar lægðir eru og raki í jarðvegi. Möl og allstórir steinar safnast saman og skapa reglulega marg- hyrninga, en léttari jarðvegsefni, leir og sandur, safnast í flet- ina á milli þeirra. Fletir þessir eru þó ekki flatir, heldur dálítið bunguvaxnir, svo að grjóthringarnir sýnast liggja í raunveru- legum dældum. Á þessum þúfum eða bungum hefur nokkur gróður náð að festa rætur og smám saman verða þær alvaxnar móagróðri, fjalldrapa,14) krækilyngi15) og stinnustör16) o. fl. tegundum. Eftir því sem gróðurinn eykst, breiðist hann einn- 0) Empetrum nigrum. 1) Juncus balticus. 2) Ranunculus reptans. 3) Veronica scutellata. 4) Carex Oederi. 5) C. rigida. 6) Eriophorum Scheuchzeri. 7) Scirpus cæspitosus. 8) Polystichum lonchitis. 9) Listera cordata. 10) Salix herbacea. 11) Gnaphalium supinum. 12) Sibbaldia procumbens. 13) Anthelia. 14) Betula nana. 15) Empetrum nigrum, 16) Carex rigida,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.