Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
119
Enda þótt svo megi kalla, að gróðurlaust sé inni undir jökl-
inum, eru þar samt plöntur á strjálingi. Á því svæði, sem jökullinn
hefur horfið af síðustu áratugina fann ég þessar tegundir. Þar
er miðað við merki, er sett var 1931 nál. 90 m frá jökulendanum.
Stinnastör (Carex rigida).
Músareyra (Cerastium alpin-
um).
Vegarfi (C. cæspitosum).
Lækjafræhyrna (C. trigynum).
Fjallapuntur (Deschamsia al-
pina).
Fjalladúnurt (Epilobium ana-
gallidifolium).
Lindadúnurt (E. alsinifolium).
Ljósadúnurt (E. lactiflorum).
Sauðvingull (Festuca ovina).
Túnvingull (Festuca rubra).
Grámulla (Gnaphalium supin-
um).
Axhæra (Luzula spicata).
Ólafssúra (Oxyria digyna).
Fjallafoxgras (Phleum alpin-
um).
Blásveifgras (Poa glauca).
Skammkrækill (Sagina procum-
bens).
Grávíðir (Salix glauca).
Grasvíðir (S. herbacea).
Þúfusteinbrjótur (Saxifrága
groenlandica).
Fjallasmári (Sibbaldia procum-
bens).
Fífill (Taraxacum).
Lógresi (Trisetum spicatum).
Eyrarós (Epilobium latifolium).
Meðal þessara tegunda er að finna þær plöntur, sem eru braut-
ryðjendur gróðurs á jökulurðum, en vitanlega eru þær hér óvana-
lega margar af því landið liggur svo lágt yfir sjávarmáli.
Hlíðar Kaldalóns eru að mestu ógrónar fyrir innan yztu jökul-
urðina, en þar fyrir utan eru þær algrónar og víða mjög gróð-
ursælar. Skógarkjarr er þar innan til og allvöxtulegt, einkum í
dældum og giljum. Nær það þar víða 1—2 m hæð, en víða er
það ósamfellt og rimar milli gilja grasigrónir. Kjarrið mun víð-
ast ná upp í 100—150 m hæð yfir sjó. Undirgróður þess er að
mestu hinn sami og áður er lýst, en meira er hér af brönugrös-
um,1) og skollaber2) vex á stöku stað.
í hlíðunum fyrir ofan kjarrið og upp í 200—250 m hæð eru
grasbrekkur, en þó með miklum mosa. Þessar tegundir eru þar
algengastar: Grávíðir,3) fjallasveifgras,4) blásveifgras,5) stinna-
stör,°) klóelfting,7) kornsúra8) og axhæra.9) Þar sem grýtt er,
1) Orchis maculatus. 2) Cornus suecica. 3) Salix glauca. 4) Poa
alpina. 5) P. glauca. 6) Carex rigida. 7) Equisetum arvense. 8) Poly-
gonum viviparum. 9) Luzula spicata.