Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 36
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, og Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, hafa fyrir nokkru, rannsakað lög þessi með tilliti til aldurs og útbreiðslu og munu hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að efra lagið sé myndað eftir Íandnámstíð og hafi sennilega Heklugosið árið 1300 valdið því. Neðra lagið er hins vegar miklu eldra. Sterkustu rökin fyrir þessu eru þau, að efra vikurlagið hefir fundizt ofan á gólfskán fornra húsrústra og gat því lagið ekki hafa myndazt fyrr en eftir að hús þessi voru fallin. Áskell Snorrason telur, að þetta geti ekki staðizt nema svo aðeins, að rústir þessar séu miklu eldri en frá landnámstíð, þar sem hraunin í Aðaldal og Laxárdal í Þingeyjarsýslu séu vafalaust runnin fyrir íslandsbyggð. Ég held hér beri ekki eins mikið á milli og virðast kann í fljótu bragði, því ég hygg, að ljósa lagið í Þingeyjarsýslu, sem Á. S. talar um, svari til neðra lagsins í Eyjafirði, en efra lagið vanti að mestu eða öllu í Þingeyjarsýslu. Dreg ég þessa niður- stöðu. af eftirfarndi: 1. í nágrenni Reykjahlíðar í Mývatnssveit hefi ég athugað ljósa lagið, þar sem það liggur inn undir gamalt hraun. Ofan á því er þunnt dökkt sandlag, eins og ofan á neðra ljósa laginu í Eyjafirði. 2. Norður frá Búrfelli á Mývatnsöræfum, sést ljóst vikurlag víða ofan á gömlu helluhrauni og er dálítið moldarlag milli þess og hraunsins. Gömul rof á þessum slóðum sýna, að þarna hefir að minnsta kost 1 m þykkur jarðvegur legið ofan á ljósa lag- inu. í þessum rofum finnst ekki annað ljóst vikurlag. 3. Suður með Skjálfandafljóti hefir víða mjög þykkur jarðvegur blásið burtu. Standa þar hér og hvar þykk rof, sem sýna þver- skurð jarðvegsins. Þarna er aðeins eitt ljóst vikurlag sjáanlegt og hefir þykkt jarðvegsins ofan á því verið hart nær 2 m. Allt þetta bendir til þess, að hið svokallaða „barnamoldarlag“, sem er svo áberandi í jarðvegi í Eyjafirði, Skagafirði og Húna- vatnssýslu, að það hittist svo að segja hvarvetna, þar sem stungið er í gróna jörð, sé mjög óverulegt eða alls ekki til, þegar kemur austur í Þingeyjarsýslu og að ljósa vikurlagið, sem gengur inn undir hraunin í Aðaldal, Laxárdal og Mývatnssveit, sé miklu eldra eða jafngamalt neðra ljósa laginu í Eyjafirði. Með nánari samanburði og rannsókn mætti vafalust ganga úr skugga um þetta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.