Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
135
KÁRI TRY GGVASON:
SNÆUGLUR VÍÐ LAUFRÖND
Hraunárdalur í Framdölum*) er í fljótu bragði fremur
hrjóstrugur yfir að líta.
Til beggj,a handa eru grýttar og gróðurlausar hlíðar, en um
und:rlend.ið breiðast dökkár og skuggalegar hraunkvíslar úr
Ódáðahraum.
Norðurhluti. dalsins er þó ekki eins gróðurlaus og í fljótu
bragði virðist. All víða má líta gróðurdrög innan um hraun-
flákana, og fénaður Bárðdæla, sem þarna gengur á sumrum,
verður óvenju vænn og holdgróinn af landkjarnanum.
Nvrzt er dalurinn vaxinn melgrasi og eru þar hinir beztu
hagar, um það bil, sem Hrauná fellur í Skjálfandafljót.
Sjálf er Hraunáin einstaklega tær og fögur bergvatnsá. Hún
sprettur upp í Ódáðahrauni skammt frá rótum Trölladyngju.
Lengi fellur hún um gróðurlausa hraunflatneskju, en þó eru
allvíða nokkrar snapir fyrir sauðfé, meðfram ánni.
í Neðri-botnum breytist landslag allmikið. Þar fyrir neðan
er ekkert hraun norðaustan megin árinnar, en í suðvestri er
Laufrandarhraun — úfinn og grettur hraunfláki, sem að vestan
takmarkast af háum melöldum, sem breiða úr sér alla leið vestur
að Skjálfandafljóti.
Jökuldælingadrag heitir bergvatnskvísl, sem sprettur upp
lengst suðaustur í bruna, skammt fvrir norðan Vatnajökul. Það
lýkur för sinni í all víðáttumikilli dæld, syðst í Laufrandar-
hrauni. Myndast þar stöðuvatn, eða tjörn, sem ég veit ekki til
að heiti nokkru sérstöku nafni. í kring um vatnið eru mosa-
þembur og lágvajcinn gróður, sem mun vera sérstaklega ljúf-
fengur fyrir heiðagæsirnar, því að þarna hefi ég séð þær í
stórum hópum, fyrri hluta sumars.
Skammt fyrir norðan vatnið er Laufröndin, meðfram krók-
óttum, silfurtærum lækjum, sem liðast eftir hrauninu með suði
og seytli.
*) Framdalir eru einu nafni nefndir dalir þeir, sem Skjálfandafljót
og þverár þess falla um, ofan við byggð.