Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 44
138_______________NÁTTÚRUFRÆBINGURINN______________________
Tryggvason á Víðikeri að sér, að leita að varpstað uglunnar við
Laufrönd.
Ferðaðist Egill þangað suðiur, nálægt 20. júní, ásamt frænda
sínum, Páli Þcrgeirssyni frá Akureyri, sem gjarnan vildi kanna
ókunna stigu þar í óbyggðunum.
Leit þeirra félaga var bæði löng og ströng. Ferðalagið að
Laufrönd tekur að minnsta kosti 12—14 klst. á hestum og
hraunið sjálft er svo illt yfirferðar, að ekki er gerlegt að komast
um það öðruvísi en fótgangandi. Þá er og mjög örðugt að rata
um hraunið, því að hver kletturinn er þar öðrum líkur.
Að þessu sinni hrepptu þeir Egill og Pétur þokur og dimm-
viðri svo að vart sá út úr augunum. Samt sem áður ferðuðust
iþeir um hraunið klukkustundum saman, unz þeir stönzuðu
undir stórum kletti, til þess að hvíla sig og bera saman ráð sín.
Ræddu þeir um það sín á milli, að för þeirra myndi bæði
árangurslaus og ömurleg, nema því aðeins að kraftaverk skeði,
oig höfðu þeir um það mörg orð. Skömmu síðar varð Agli reikað
nokkra metra frá áningarstaðnum. Gekk hann upp á háan
klett, til að litast um, áður en þeir yfirgæfu hraunið að fullu.
Og sjá, kraftaverkið skeði. Á klettinum var hreiður með þrem
hálffiðruðum snæugluungum.
Nú var Sherlock sent skeyti og kom hann von bráðar að
Víðikeri, ásamt frú sinni og William Pálssyni, sem var túlkur
og fylgdarmaður.
f Víðikeri fékk Sherlock hesta til suðurfarar og Egil og Pétur
til fylgdar. Komust þau nú farsællega á stöðvar uglunnar og
■bjó Mr. Sherlock sem rækilegást um sig og tæki sín í námunda
við hreiðrið. Hugðist hann einkum að taka mynd af uglunni,
þegar hún færði ungum sínum bráð. En því miður átti hann
ekki því láni að fagna. Uglan var bráðstygg og kom aldrei
nærri hreiðrinu allan þann tíma, sem Sherlock dvaldi þarna,
en það voru að mig minnir fjórir sólarhringar.
Mátti W. P. daglega skjóta endur handa ungunum og bjarga
þeim þannig frá bráðum bana, því að uglan virtist gersneidd
þeirri móðurást, sem flestir fuglar eiga í svo ríkum mæli.
För Sherlocks misheppnaðist þannig með öllu. En vorið eftir
(1940) sendi hann okkur, Víðikersibræðrum, skeyti á ný og
óskaði eftir því að við leituðum enn að ugluhreiðrum á Lauf-
rönd. Ætlaði hann að gera aðra tilraun til að mynda ugluna,
ef ske kynni að hún reyndist gæfari við egg en únga.