Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 47
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 141 ÁRNI FRIÐRIKSSON: NÁTTCRUFRÆÐINGURINN ÁTÍMAMÓTUM í janúar ,þetta ár voru liðin tíu ár síðan við Guðmundur G. Bárðarson komum okkur saman um að hefja tilraun til þess að gefa út tímarit í náttúrufræði. Ég var þá fyrir nokkrum vikum kominn heim til landsins eftir sjö ára dvöl í öðrum löndum og nýtekinn til starfa hjá Fiskifélagi íslands. Skrifaði ég þá um hríð ýmsar greinar í blöðin, einkum Lesbók Morgunblaðsins, en G. G. B. hafði um langt skeið ritað greinar í Reykjavíkurblöðin, einkum þó í dagblaðið Vísi. Ég man ekki hvor okkar Guðmund.ar átti fyrst uppástunguna að útgáfu alþýðlegs fræðslurits í nátt- úrufræði, en ég man það, að eftir að við höfðum rætt málið skamma stund vorum við fyllilega sammála um að hefjast handa þegar í stað, en þó með nokkuð öðrum hætti en varð síðar í framkvæmdinni. Hér verður einnig að nefna það, að áður en við Guðmundur Bárðarson hófum útgáfu Náttúrufræðingsins, hafði verið talað um það oftar en einu sinni, hvort ekki væri rétt, að Náttúrufræðiifélagið gæfi út tímarit handa félagsmönnum og mun Guðmundur Bárðarson hafa ýtt undir það, en aldrei fékk samt sú hugmynd nægilegan byr til þess að til framkvæmda gæti komið. Við Guðmundur Bárðarson réðumst í hið nýja fyrirtæki fullir bjartsýni á sigur. Að va'su hafði hvorugur okkar gull né silfur til þess að standast með byrjunarútgjöld, en við höfðum einnig hugsað okkur framkvæmd útgáfunnar með öðrum, ódýrari hætti en úr varð, þegar til framkvæmda kom. Við höfðum nefnilega gert ráð fyrir því, að Náttúrufræðingurinn gæti einkum byggst á því efni, sem við höfðum áður skrifað í blöðin, það er að segja: við ætluðum að endurprenta í Náttúrufræðingnum í stórum stíl það, sem áður hafði birzt í blöðunum, halda því iþannig til haga á einum stað með einhverjum viðbótum og spara þannig setningarkostnaðinn við ritið að verulegu leyti, þar sem blöðin voru fús til þess að láta okkur letrið (satsinn) i té ókeypis. Þess vegna er 1. hefti Náttúrufrœðingsins (1.—16. bls. I. árg.) með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.