Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 47
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
141
ÁRNI FRIÐRIKSSON:
NÁTTCRUFRÆÐINGURINN
ÁTÍMAMÓTUM
í janúar ,þetta ár voru liðin tíu ár síðan við Guðmundur G.
Bárðarson komum okkur saman um að hefja tilraun til þess að
gefa út tímarit í náttúrufræði. Ég var þá fyrir nokkrum vikum
kominn heim til landsins eftir sjö ára dvöl í öðrum löndum og
nýtekinn til starfa hjá Fiskifélagi íslands. Skrifaði ég þá um
hríð ýmsar greinar í blöðin, einkum Lesbók Morgunblaðsins, en
G. G. B. hafði um langt skeið ritað greinar í Reykjavíkurblöðin,
einkum þó í dagblaðið Vísi. Ég man ekki hvor okkar Guðmund.ar
átti fyrst uppástunguna að útgáfu alþýðlegs fræðslurits í nátt-
úrufræði, en ég man það, að eftir að við höfðum rætt málið
skamma stund vorum við fyllilega sammála um að hefjast handa
þegar í stað, en þó með nokkuð öðrum hætti en varð síðar í
framkvæmdinni. Hér verður einnig að nefna það, að áður en við
Guðmundur Bárðarson hófum útgáfu Náttúrufræðingsins, hafði
verið talað um það oftar en einu sinni, hvort ekki væri rétt, að
Náttúrufræðiifélagið gæfi út tímarit handa félagsmönnum og mun
Guðmundur Bárðarson hafa ýtt undir það, en aldrei fékk samt
sú hugmynd nægilegan byr til þess að til framkvæmda gæti
komið.
Við Guðmundur Bárðarson réðumst í hið nýja fyrirtæki fullir
bjartsýni á sigur. Að va'su hafði hvorugur okkar gull né silfur til
þess að standast með byrjunarútgjöld, en við höfðum einnig
hugsað okkur framkvæmd útgáfunnar með öðrum, ódýrari
hætti en úr varð, þegar til framkvæmda kom. Við höfðum
nefnilega gert ráð fyrir því, að Náttúrufræðingurinn gæti einkum
byggst á því efni, sem við höfðum áður skrifað í blöðin, það er
að segja: við ætluðum að endurprenta í Náttúrufræðingnum í
stórum stíl það, sem áður hafði birzt í blöðunum, halda því
iþannig til haga á einum stað með einhverjum viðbótum og spara
þannig setningarkostnaðinn við ritið að verulegu leyti, þar sem
blöðin voru fús til þess að láta okkur letrið (satsinn) i té ókeypis.
Þess vegna er 1. hefti Náttúrufrœðingsins (1.—16. bls. I. árg.) með