Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 50
144
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
um Náttúrufræðingnum framtíð. Og þó er hér að ræða um fag-
legt rit, sem aldrei er hægt að ætlast til að nái jafnmikilli út-
breiðslu og tímarit, sem flytja efni um allt milli himins og jarð-
ar, enda þótt vatnsborið sé með köflum, eins og að líkum lætur.
Ef við lítum til nágrannalandanna, þar sem ég þekki bezt til,
hefir útgáfa náttúrufræðilegra tímarita sízt reynzt betur en hér.
í Danmörku er gefið út tímaritið „Naturens Verden“. Það er
um það bil helmingi stærra en Náttúrufræðingurinn, en kostar
einnig 16 d. kr. í stað þess að hann hefir hingað til aðeins kostað
6 ísl. krónur. Rit þetta nýtur árlega opinbers styrks og bak við
það stendur öflugt félag, þar sem er ,,Dansk Naturhistorisk
Forening11. Þrátt fyrir það var hag þess þannig komið rétt fyrir
stríðið, að í ráði var að draga saman seglin að verulegu leyti, og
þó voru útgáfuskilyrði miklu betri í Danmörku en hér, a. m. k.
þá (Danir framleiða t. d. pappír) og þjóðin meira en 30 sinnum
mannfleiri en Islendingar. Svipaða sögu má segja um norska
tímaritið ,,Naturen“. Það er elzta náttúrufræðitímarit á Norð-
urlöndum. Einnig það er um helmingi stærra en Náttúrufræð-
ingurinn, en kostar líka um það ibil helmingi meira. Það hefir
notið opinbers styrks í langa áraröð og bak við það stendur ein-
hver glæsilegasta menningarstofnun Norðmanna, þar sem er
„Bergens Museum“.
Ástæðan til þess, að Náttúrufræðingurinn hefir getað þrifizt
nokkurn veginn í þau tíu ár, sem að baki eru lögð, þannig að
hann er nú ekki aldauða, á rætur að rekja í ýmsar áttir. í fyrsta
lagi er í þessu landi allstór hópur manna, sem hefir yndi af því,
að festa hugann við náttúrufræðileg efni og kýs heldur „leiðin-
legan lestur“ um eitthvað raunverulegt en rósamiál um allt og
ekkert. Margir þessara manna tóku ástfóstri við Náttúrufræð-
inginn þegar í byrjun, og hafa haldið tryggð við hann síðan
gegnum þykkt og þunnt. í öðru lagi á Náttúrufræðingurinn að
verulegu leyti líf sitt að þakka ósíngirni íslenzkra náttúrufræð-
inga. Þeir hafa af fúsum vilja lagt fram krafta sína endurgjalds-
laust, en á iþann hátt hefir ritið getað fengið Iþví nær allt efni
fyrir sama og ekki neitt í tíu ár. Auk þeirra, sem talist geta
náttúrufræðingar, hafa einnig ýmsir aðrir sent ritinu greinar,
sem því hefir verið mikill fengur í, og aldrei krafizt neins í stað-
inn. Náttúrufræðingurinn hefir rétt frá byrjun verið prentaður á
sama stað, í ísafoldarprentsmiðju. Má óhætt fullyrða, að án
þeirrar lipurðar og víðsýni, sem blaðið hefir alltaf átt að mæta