Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 52
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ÁRNI FRIÐRIKSSON: . HIN MIKLA BRYNSTIRTLUGENGD SUMARIÐ 1941 Fiskur er nefndur brynstirtla (Caranx trachurus) og er hann skyldur makrílnum. Brynstirtlan telst til sérstakrar ættar (Ca- rangidae) og eru í henni um 150 tegundir, sem lifa í heitum og heittempruðum höfum. Eina tegundin, af þessum ca. 150, sem kemur við sögu í nálægum löndum, er brynstirtlan sjálf, sem nafn ættarinnar er dregið af.*) Hún er mjög algeng í öllum heitum og flestum heittempruðum höfum. í N-Atlantshafinu er hún algeng sunnan til og algengari Evrópumegin en að vestan við strendur Ameríku. Það fer mjög eftir árferði, hve langt hún gengur norður á sumrin. Hún er talin algeng í meðalári við s- og v-strönd Bretlandseyja og hún hrygnir í Ermarsundi og í sunn- anverðum Norðursjónum (einkum vestanverðum). Fyrir norðan írland og norðan við Bretlandseyjar hefir hún verið talin sjald- gæf. Á hverju sumri verður hennar vart við Danmörku og kemst hún þá jafnan alla leið inn í Eystrasalt. Við sunnanverða vest- urströnd Noregs er hún einnig jafnaðarlega á sumrin og hefir funddzt a. m. k. alla leið norður til Niðaróss (á svipaðri breidd- argráðu og Vestmannaeyjar). Fullorðin brynstirtla er á stærð við hafsíld. Lengdin er vana- lega um 30—36 cm, en getur orðið talsvert meiri, a. m. k. 42 cm. Brynstirtlan hefst einkum við uppi við yfirborð úthafanna, þar sem hitinn er nægur, og lifir á ýmsum dýrum úr svifinu. Nyrzt á útbxeiðslusvæðinu fer hrygningin fram í júní (eða nokk- uð seinna). Eggin eru tæpur millímetri (0,96 mm) að þvermáli og hafast fyrst um sinn við 10—25 m undir yfirborði sjávar. Lirfurnar (seiðin) eru 2,5 cm þegar þær koma úr eggjunum, en vaxa fljótt og lifa uppi undir yfirborði. Á fyrsta sumri halda þær sig mjög undir marglyttum og er talið að þær geri það frekar til þess að forðast of mikla birtu heldur en í varnarskyni. *) Nafn brynstirtlunnar á málum nágrannaþjóðanna er: Danska: Hestemakrel, norska og sænska: Taggmakrell, þýzka: Stocker, enska: Horse Mackerel.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.