Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 52
146
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ÁRNI FRIÐRIKSSON:
. HIN MIKLA BRYNSTIRTLUGENGD
SUMARIÐ 1941
Fiskur er nefndur brynstirtla (Caranx trachurus) og er hann
skyldur makrílnum. Brynstirtlan telst til sérstakrar ættar (Ca-
rangidae) og eru í henni um 150 tegundir, sem lifa í heitum og
heittempruðum höfum. Eina tegundin, af þessum ca. 150, sem
kemur við sögu í nálægum löndum, er brynstirtlan sjálf, sem
nafn ættarinnar er dregið af.*) Hún er mjög algeng í öllum
heitum og flestum heittempruðum höfum. í N-Atlantshafinu er
hún algeng sunnan til og algengari Evrópumegin en að vestan
við strendur Ameríku. Það fer mjög eftir árferði, hve langt hún
gengur norður á sumrin. Hún er talin algeng í meðalári við s- og
v-strönd Bretlandseyja og hún hrygnir í Ermarsundi og í sunn-
anverðum Norðursjónum (einkum vestanverðum). Fyrir norðan
írland og norðan við Bretlandseyjar hefir hún verið talin sjald-
gæf. Á hverju sumri verður hennar vart við Danmörku og kemst
hún þá jafnan alla leið inn í Eystrasalt. Við sunnanverða vest-
urströnd Noregs er hún einnig jafnaðarlega á sumrin og hefir
funddzt a. m. k. alla leið norður til Niðaróss (á svipaðri breidd-
argráðu og Vestmannaeyjar).
Fullorðin brynstirtla er á stærð við hafsíld. Lengdin er vana-
lega um 30—36 cm, en getur orðið talsvert meiri, a. m. k. 42
cm. Brynstirtlan hefst einkum við uppi við yfirborð úthafanna,
þar sem hitinn er nægur, og lifir á ýmsum dýrum úr svifinu.
Nyrzt á útbxeiðslusvæðinu fer hrygningin fram í júní (eða nokk-
uð seinna). Eggin eru tæpur millímetri (0,96 mm) að þvermáli
og hafast fyrst um sinn við 10—25 m undir yfirborði sjávar.
Lirfurnar (seiðin) eru 2,5 cm þegar þær koma úr eggjunum, en
vaxa fljótt og lifa uppi undir yfirborði. Á fyrsta sumri halda
þær sig mjög undir marglyttum og er talið að þær geri það
frekar til þess að forðast of mikla birtu heldur en í varnarskyni.
*) Nafn brynstirtlunnar á málum nágrannaþjóðanna er: Danska:
Hestemakrel, norska og sænska: Taggmakrell, þýzka: Stocker, enska:
Horse Mackerel.