Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 83
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
175
NÁTTÚRUFRÆÐISFÉLAGIÐ
Eins og síðasta skýrsla Náttúrufræðifélagsins ber með sér
(skýrslan fyrir árán 1939—1940) er félagið nú komið á sextugs
aldur. Má með sanni segja, að margt hefir á daga þess drifið á
lífsleiðinni, enda hefir hún legið um harla m'smunandi tímabil
í sögu þjóðarinnar. Hér skal ekki rakin saga félagsins, heldur
vásað þeim, sem henni vilja kynnast, í skýrsluna, sem áður var
minnst, og í ritgjörð dr. Helga Jónssonar: Náttúrufræðisfélagið
25 ára, er út kom árið 1914 og fylgdi skýrslunni þá. En þar sem
Náttúrufræðisfélagið hefir nú keypt Náttúrufræðánginn, er ekki
úr vegi að félagsins og gengis þess sé minnst í dálkum hans nú
og síðar, og skal hér drepið á tvo þætti úr starfsemi félagsins.
undanfarin missiri, samkomurnar síðast liðinn vetur og leiðangr-
ana síðast liðið sumar.
I. Samkomurnar 1940—1941. Undanfarin ár hafa verið haldnar
7 samkcmur á hverjum vetri og hafa þær undantekningarlítið
ver'ð síðasta mánudaginn í hverjum mánuði október—nóvember
og janúar—apríl. í desember hefir engin samkoma verið haldin,
en í þess stað hefir há kcmið aukasamkoma í janúar.
1. samkoma. Fyrsta samkoman veturinn 1940—1941 var haldin
í lestrarsal þjóðskjalasafnsins, 25. nóvember. Októbersamkoman
féll niður vegna veikinda formannsins, dr. Bjarna Sæmunds-
sonar, en hann andaðist 6. nóvember. Dr. Þorkell Þorkelsson,
sem áður hafði verið varafcrmaður um langt skeið, tók þá við
formannsstörfum eftir dr. Bjarna og var kosinn formaður félags-
ins á aðalfundi þess í febrúar 1941. Hefir hann því stjórnað öllum
samkomunum. Á fundinum 25. nóvember tók Árni Friðriksson
til máls og minntist dr. Bjarna Sæmundssonar. Gat hann hinna
helztu ritverka hans cg gaf yfirldt yfir starf hans í þágu íslenzkra
vísinda og íslenzks atvinnulífs. Þorkell Þorkelsson gat þess að
hann hefði tekið að sér formennsku félagsins til næsta aðalfundar
samkvæmt vilja félagsstjórnarinnar.
Ræðumaður fundarins var mag. Guðmundur Kjartansson og
ræddi hann um basaltsvæðin við N-Atlantshafið og íshafið, allt
frá Skáni, íslandi og Skotlandi, til Svalbarða og Grænlands,
bæði að austan og vestan, og um aldur þessara basaltmyndana.
10 félagar sóttu fundinn.