Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 84
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. samkoma var haldin þriðjudaginn 7. janúar 1941 í 1. kennslu-
stofu háskólans. Þá talaði dr. Halldór Pálsson, sauðfjárræktar-
ráðunautur um beinabyggingu sauðkindarinnar og sýndi skugga-
myndir til skýringar. Eftir fundinn var drukkið kaffi í veitinga-
sal háskólans cg rætt um heima og geima. Tveir menn gengu í
félagið á fundánum, en 12 manns sóttu fundinn.
3. samkoma var haldin þriðjudaginn 28. janúar í náttúrusögu-
bekk Austurbæjarskólans. Ræðumaður var Árni Friðriksson og
talaði hann um hagnýta þýðingu náttúrurannsókna. Tók hann
ýmis dæmi úr fiskifræðinni, benti á hvernig íslenzkar fiskirann-
sóknir stefndu að hagnýtum árangri og gat þeirrar útkomu, sem
þegar væri fengin, Samkomuna sóttu 14 manns.
4. samkoma var 25. febrúar í 1. kennslustofu háskólans. Ólafur
Jónsson, frá Akureyri, flutti erindi um tdraunastarfsemi Rækt-
unarfélags Norðurlands og sýndi skuggamyndir. 18 félagar
mættir. Kaffidrykkja.
5. Samkoma var haldin á sama stað hinn 31. marz. Formaður
gat þess, að Haraldur Árnason, kaupmðaur, hefðd afhent Nátt-
úrugripasafninu 17 Mkön af íslenzkum fiskum, sem gjöf frá ís-
lenzku deildinni í Heimssýningunni í New York 1939—1940.
Höfðu líkönin verið gerð í Edánborg og tekizt vel. Ræðumaður
var í þetta skipti dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðignur. og tal-
aði hann um notkun gerla til rotvarna og sýndi skuggamyndir.
19 manns sátu fundinn. Kaffádrykkja.
6. samkoma var haldin 28. apríl á sama stað. Dr. Finnur Guð-
mundsson talaði um æðarvarp og dúntekju á íslandi og rann-
sóknir sínar á lifnaðarháttum æðarfuglsins sumarið 1940. Minnt-
ist hann eánnig á lagafrumvörp um eyðingu svartbaks og friðun
æðarfuglsins. Formaður gat þess, að þetta yrði sáðasta samkoma
vetrarins, en sagði, að stjórnin hefði rætt um að efna til ferða-
laga fyrir félagsmenn á komandi sumri. Óskaðá hann eftir að
heyra álit manna á þessu nýmæli og urðu undirtektir góðar. 19
manns sátu samkomuna. Kaffidrykkja.
Samkomur félagsins hófust veturinn 1923—1924 og í vetrar-
lok 1941 höfðu verið haldnar 116 samtals. Flestar höfðu sam-
komurnar veráð haldnar í Náttúrugripasafninu og náttúrusögu-
bekk Menntaskólans og voru þær auglýstar í dagblöðunum
síðari árin og létu blöðin auglýsingarnar ókeypis í té. Sýningar-
salur Náttúrugripasafnsins var aldrei góður fundarstaður og
auk þess var þar jafnan kalt, en Menntaskólinn var hernum.inn