Náttúrufræðingurinn - 1941, Side 90
182
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
S. VA ONSSON:
MURTUMERKINGAR
Eins og 'kunnugt er varð dr. Bjarni Sæmundsson fyrstur ís-
lenzkra manna til iþess að rannsaka Þingvallavatn og lífið í því.
í því sambandi lét hann merkja 500 murtur. Ástæðan til þess-
ara athugana mun hafa verið þörfín á að fá úr því skorið, hvort
murta-n væri ungbleikja eða sérstakt afbrigði. Þetta var mjög
þýðingarmikið atriði, þar sem búendur við vatnið veiddu óhemju
mikið af murtu árlega og væri um ungbleikju að ræða, hlaut
ibleikjustofninn að bíða ógurlegt afhroð við slíka rányrkju. Nú
þykir úr þessu skorið til fulls, fyrir atheina Fiskideildar At-
vinnudeildar Háskólans, undir stjórn Árna Friðrikssonar, og
vísast til ritgerðar hans um það efni. („Um murtuna í Þingvalla-
vatni með hliðsjón af öðrum silungi í vatninu.“ Nóttúrufr. IX.
ár, 1939, bls. 1—30).
Árið 1899 lætur dr. Bjarni merkja 500 murtur eins og fyrr
segir. Merkingin var x því fólgin að af 470 var sneyddur veiði-
ugginn (fituugginn), en af 30 var sneydd efri brún sporðsins
(Andvari 1899, bls. 80). Þessi merking er mjög ófullkomin, þar
sem ekki verður fylgst með einstaklingnum, auk þess getur
alltaf farið svo að uggar þessir skerðist án merkinga, af ýmsum
ástæðum, og er þá rugluð niðurstaðan. Eftir því, sem ráðið
verður af gögnum þeim, sem fyrir hendi eru, hefir meðalstærð
hinnar merktu murtu verið 23—24 cm, eða sem næst meðal-
lengd Þingvallamurtunnar nú, hér um bil 40 árum síðar. Af þess-
um 500 murtum telur dr. Bjarni sig hafa endurheimt (fengið og
haft spurn af) 67 fiska eða 13,4%. Hann telur vafalaust að fleira
hafi endurveiðzt, en menn ekki tekið eftir merkinu, þar sem
það sé mjög óljóst. Endurveidda murtan skiptist þannig niður
á tímabil: Sumarið og haustið 1900 endurheimti. dr. Bjarni 20
fiska og hafði spurn af 9. 1901 fékk hann engan, en 1902 endur-
heimti hann 31 og hafði spurn af einum. 1903 fékk hann enn 6
fiska. Af þessum 67 endurveiddu fiskum reyndust 4 að hafa náð
bleikustærð, eða 6% af endurveidda fjöldanum. Hins vegar telur
dr. Bjarni (Andvari 1902, bls. 96), að 19 fiskar hafi nóð deplu-
stærð, en hann ályktar að um tvenns konar murtu sé að ræða,