Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 93
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
185
veiddust 9 haustið 1939 (sem var allt, sem endurveiddist það
haust). 1940 skiptust 'þær sem hér segir:
Vatnskoti 2
Þingvöllum 4
Heiðarbæ 1 = 7
Þetta virðist benda til að murtan dreifi sér nokkuð jafnt um
þau svæði. er hún veiðist á, haldi sig ekki frekar við einn hrygn-
dngarstaðinn en annan.
Þá er komið að síðasta og merkasta atriðinu í þessum athug-
unum. Dr. Bjarni endurveiðir 67 fiska eða 13,4% af merkta
fjöldanum 1899. Við endurveiðum 16 fiska af merkta fjöldanum
1939 eða ca 2%. Nú er það að athuga, að dr. Bjarni endurveiðir
ekkert á sama ári, (1899), en hins vegar 29 eftir 1 ár. Við endur-
veiðum 9 vikuna næstu á eftir merkingarnar. Ef samanburður-
inn á að verða réttur verður þessum 9 fiskum sleppt, sem end-
urveiddum, og dregnir frá þeim merktu, verða þá ekki eftir í
vatninu nema 757 merktir fiskar 1939, þar sem þeir, er dóu við
merkingui^a, geta ekki talizt með. Sjö af þessum fis'kum endur-
veiðast eftir árið, eða sem næst 0,9%. Hins vegar ?r endurveiði
dr. Bjarna eftir árið 29 fiskar, eða 5,8%. Þessi. samanburður á
fyrri og síðari tilraunum verður að nægja, því endurveiðitímaibil
dr. Bjarna voru 4 ár, en frá síðari athugunum er aðeins 1 ár liðið,
sem talizt getur sambærilegt.
FISKITEGUND FRÁ MIÐÖLDUM
RÍS UPP OR GRÖF SINNI
í handbókum um útdauðar tegundir dýra getur meðal annars
að lesa um fiskiætt eina, Coelacanthidae, sem uppi var á mið-
öldinni í jarðsögunni, eða fyrir um 50 milljónum ára. Leifar
þessara fiska hafa fundizt í jarðlögum frá kolatímabilinu og allt
ifram undir nýja tiímann, eða jafnvel fram á byrjun hans, í
Bandaríkjunum, Englandi, Þýz’kalandi, Madagascar og Suður-
Afríku. Engum datt í hug að einn einasti af þessum fiskum væri