Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 3
Ingimar Óskarsson : Gróðurrannsóknir. — Þrjátíu ára yfirlit. — Þrjátíu ár þykir langur tími í sögu einstaklinga; en þau eru að- eins sem stutl þankastrik í sögu náttúrufræðirannsóknanna. Þau þrjátíu ár, sem liðin eru siðan ég fór fyrst að fást við gróðurrann- sóknir, er að vísu langur tími og að því er öðrum mun virðast nægilegur lil þess, að margt markvert liefði afrekað verið; en mér er hann sem örstutt ganga barnsins fram í hlaðlirekkuna til þess að ná í nokkra fifia og sólevjar. Því þess verður að gæla, að fram til þessa hefir þannig verið húið að náttúrufræðingum íslenzku þjóðarinnar, að þeir hafa verið knúðir til að vinna vís- indastörf sín i hjáverkum, og leggja þau jafnvel á hilluna fyrir l’ullt og allt vegna fjárhagsörðugleika. Því er það, að ég hefi ekki getað hclgað gróðurrannsóknunum krafta mina nema lítinn hluta af hverjum rannsóknarhæfum árstíma. Fyrsti áratugurinn, 1912—21, fór að mestu leyti í gróðurrann- sóknir í fæðingarhéraði minu, Svarfaðardal. En fi'á því ári hóf- ust rannsóknir mínar út á við til hinna ýmsu héraða, og mun ég koma að því síðar. Fyrir 50—60 árum var þelcking manna á háplöntugróðri Islands mjög í molum. örfáir íslendingar höfðu þá fengizt við plöntu- söfnun; aftur á móti höfðu erlendir grasafræðingar ferðazt liér um, eitt og eitl sumar, og safnað allmiklu; en slíkar rannsóknir komu ekki nema að hálfum notum, vegna ókunnugleika þeirra á landinu. Fyrstu samfelldu rannsóknirnar voru liafnar af Stefáni Stef- ánssyni, síðar skólameistara á Alcureyri, árið 1888. Ferðaðist liann á hverju sumri (nema 1898) til aldamóta um mikinn hluta landsins ])vert og endilangt og lagði þannig grundvöllinn að hinni merku hók sinni Flóru íslands, sem út kom 1901. 10

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.