Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 28
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
102
stofninn minnkar niður í 600,000 eða aðeins um tæp I0V2. Af
þessu sést það, að sama breyting hefir miklu meiri áhrif á stofn
þann, þar sem viðkoma og dánartala var há, lieldur en á stofn
þann, sem liafði litla viðkomu.
Hér tel ég að mergur málsins liggi. Hjá rjúpunni er eðlileg
dánartala um eða yfir 60% árlega. Dauðaorsakirnar eru margar.
Nokkur prócent verða valnum að bráð, nokkur prócent falla
fyrir byssu veiðimannsins, enn aðrar farasl í óveðrum og syo
framvegis. Samanlagt verður þetta að meðaltali um eða yfir 60%.
En það er mikill munur á því, að segja að þetta verði það að
meðaltali, eða að dánarprócentan verði þetl á hverju ári. Við
getum því aðeins vænsl þess, að þessi dánarprócenta haldist
svipuð frá ári lil árs, ef hver einstakur þáttur hennar er mjög
Iílill og þættirnir um leið mjög margir. Ef einliverjir fáir þættir
eru miklu ráðandi, eins og t. d. veðurfar, veiðar, sjúkdómar eða
þessháttar, má gera ráð fyrir miklum hreytingum á dánarprócent-
unni, og þar sem dánarprócentan er svo há, hafa hreytingar þess-
ar mikil áhrif á slærð stofnsins eins og áður var sýnt.
Þetta, sem hér hefir verið sagl með orðum, má setja mikið
greinilegar fram með líkindareikningi. Niðurstaðan verður hin
sama. Hjá þeim dýrastofnum, sem liafa mikla'viðkomu er eðli-
legt að búast við mikið örari sveiflum á stærð stofnsins heldur
en hjá þeim tegundum, þar sem viðkoman er lítil.
Af þessu er það Ijóst, að hvert nýlt atriði, sem verður rjúp-
unni að fjörtjóni, jafnvel þótt ekki nemi meiru en fáum prcent-
um, hlýtur þegar á næsta ári að hafa allvernleg áhrif á stærð
stofnsins. Til dæmis hljóta rjúpnaveiðar að minnka stofninn
verulega, ef þær eru reknar svo nokkru nemi. Hinsvegar er hægt
að sýna fram á það, með samskonar útreikingum, að lítil liætta
er á því, að fugli, verði algjörlega útrýmt með veiðum, ef við-
koman er mikil eins og hjá rjúpunni.
Gróðurrannsóknir á Flóaáveitusvæðinu
nefnist mjög fróðleg ritgerð eftir Steindór Steindórsson, sem
Búnaðarfélag íslands hefir gefið út. Þar er i höfuðdráttum gerð
grein fyrir gróðurfari áveitusvæðisins og þeim gróðurhreytingum,
sem þar hafa gerzt síðan tekið var að vcita á. Þessarar ritgerðar
verður getið nánar síðar.
J. A.