Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
159
ekki aðeins fjallajurtir, lieldur stundum ættaður úr öðrum heim-
kynnum. Erinacea pungens t. d. er klettajurl sunnan frá Spáni
og þrifst bezt i þurrk og sólskini. Á hinn bóginn er t. d. smjör-
laufið heimskauta- og fjallajurt, sem þrífst einkum vel i snjó-
dældum, þar sem snjóinn leysir seint að vorinu. Það þolir vel
rakan jarðveg hluta úr árinu. Flestar fjallajurtir eru fjölærar.
Aðeins fáar einærar eins og t. d. dýragrasið, eða tvíærar. Margar
eru sígrænar undir snjónum. Þetta er eðlilegt, þegar þess er
gætt að vaxartiminn er stuttur, jafnvel aðeins fáeinar vikur
1 heimkynnum þeirra. Þær verða að nota þennan stutta tíma
lil að afla matarforða. Einærar jurtir, eða fjölærar, sem fella
ldöðin á haustin, eru ver settar við slík skilyrði. Þær verða að
nota ögn af hinum örskamma vaxtartíma til að mynda hlöð áður
cn matarvinnslan getur hafizt að nýju. Sígræni gróðurinn getur
hyrjað að afla matar undir eins og snjórinn er farinn eða jafnvel
fyrr, því að ögn kemst af birtu gegnum þurran snjó og moldin
er oft ])ýð undir honum. Auk þess þurfa fjallajurtir aðeins lágan
hita til vaxtar, mun lægri en láglendisjurtirnar. Sumar háfjalla-
jurlir geta jafnvel vaxið og aukið ögn efnsmagn sitt við aðeins
2 —3 stiga hila. Eflaust hjálpar hinn dökkgræni blaðlitur og hið
tæi’a loft jurtunum eitthvað við það að afla geislaorku frá sól-
inni. Og líklega er talsvert af þeirri orku notað til þess að hækka
hilann inni í hlöðunum. Getur líka verið, að eitthvað af hitanum
scm myndast við öndun, sé notað í sama tilgangi, því að aug-
Ijóst er að sumar fjallajurtir framleiða talsverðan hita. Ella gætu
I. d. ekki blómin á Soldanella brætl sér leið upp úr snjónum
jafn auðveldlega og raun ber vitni. Þar eð fjallgróðurinn, sem
við ræktum i steinhæðunum er að jafnaði mjög lágvaxinn, þá
stenzt hann illa samkeppni við liáan og þrekvaxinn gróður. Verð-
ur þess vegna að varast að gróðursetja stórvaxnar jurtir í stein-
hæðunum, eða þær jurtir, sem sá sér mjög og hreiðast ört út.
Hinn opni eða gisni gróður steinhæðanna er vel til þess fallinn
að fylgjast vel með lífi jurtanna, sem þar vaxa. Við getum skrif-
að hjá okkur hvenær sjálfsána fræið spírar, við hvernig kjör
tegundirnar þrífast bezt, athugað blómgunartíma, aldinþroskun
og lífsskeið eða aldur gróðursins o. s. frv. Helzt ber að rita hjá
scr allt hið helzta árum saman. Getur við það fengizt dýrmæt
vitneskja og reynsla um lifnaðarhætti jurtanna. Er ekki liætt
við að of miklum fróðleik sé safnað, heldur þvert á móti. Eigi
ræktunin að heppnast vel til langframa, þarf að afla vitneskju
um æði margt. Hvers vegna t. d. dóu sumar fjölæru jurtirnar um