Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 38
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skuli sannleikur og livað ekki. Þekktasta dæmið er kirkjan. Hún liefir gert allskonar mannasetningar og fundarsamþykktir að lög- málum, sem skoða'heri sem heilagan sannleika, hvort sem þau samrýmast heilbrigðri skynsemi eða ekki. Af þessu hefir leitt mjög harða haráttu milli kirkjunnar og náttúruvísindanna. Sannleiksleit getur oft liaft óþægilegar afleiðingar. í fyrsta lagi fyrir þá, sem byggt hafa völd sin og auð á fáfræði fjöldans, og í öðru lagi fyrir þá, sem gerst liafa svo djarfir að mótmæla fá- ránlegum kenningum og frambera aðrar, sem í augum hvers hugsandi manns hlutu að standa sannleikanum nær. Dæmin eru fjölda mörg. Hversu oft hafa ckki bæði kirkjulegir og verald- legir veldisstólar skolfið og nötrað, jafnvel oltið og liðast í sund- ur, vegna rökréttrar hugsunar eins einasta manns. Og hversu margir slíkir menn hafa ekki látið lífið fyrir skoðanir sínar. Það var þungt áfall fvrir heimsskoðun miðaldakirkjunnar, þegar Kopernikus sannaði það, hversu smá og þýðingarlítil jörð- in er í alheiminum. Festing himinsins brotnaði og jörðin varð að litlum hnetti, einum meðal þeirra minnstu, og snérist um- hverfis sólina, hvað sem hver sagði, með páfann og allt saman. Og þó hafði Galilei alveg nýlega verið látinn sverja þess eið, að þetta gæli ekki átt sér stað. Iiomo sapiens varð að brjóta odd af oflæti sinu. Jörðin, sem hann gekk á, var ekki neitt aðalatriði i heiminum, Iiún var að- eins agnarhtill punktur, eitl örlítið brot úr öðrum hnetti, sem eins vel gat hafa orðið þarna eftir af tilviljun. Og tímarnir liðu. Fleiri rök hnigu að heimsskoðun Kopernikusar og kirkjan hörfaði til nýrrar varnarlínu. Næsta áfall, sem lífsskoðun kirkjunnar hlaut, var ennþá alvar- legra, þvi að það snerti stöðu mannsins gagnvart öðrum lifver- um á jörðinni. Framþróunarkenning Darwins vakti hneykslun þeirra manna, sem töldu manninn skapaðan í guðs mynd og til þess gerðan samkvæmt æðra boði að drottna yfir fuglum lofts- ins og fiskum sjávarins. Nú upplýstist það, að beinagrind manns- ins var mjög lík beinagrind apanna og sama reyndist með önn- ur líffæri. Samskonar líffæri lílið breytt var líka hægt að finna hjá hundunum og jafnvel hjá ennþá lægri dýrum. Skyldleikinn var auðsær, því varð ekki neitað. Aftur varð Homo sapiens að lítillækka sig. Hann var þá ekki nema spendýr. Að visu liafði hann miklu fullkomnara taugakerfi en örinur spendýr, en að ýmsu öðru leyti var hann líka ófullkomn- ari. Líkami hans var að sumu leyli veikbyggðari og óhentugri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.