Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 34
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3. mynd. Stélfjaðrir hrossagauksins, hœgra megin.
(Bahr, 1907).
jj : ,v“ ^
Zoologica] Society of London“ árið 1907. Bahr komst að nákvæm-
iega sömu niðurstöðu og Rohweder, en jók þó að nokkru við
rannsóknir lians með nýjum athugunum. Meðal annars atliug-
aði hann hyggingu vztu stélfjaðranna, sem valda hnegginu með
sveiflum sínum, en þær eru ummyndaðar með liliðsjón af jwi
sérstaka Idutverki, er þær hafa. Fjaðrahryggir þeirra eru mjög
sterkir, miklu sterkari en á liinum stélfjöðrunum, og auk þess
hogníf inn á við. Útfanir þeirra eru mjóar og stinnar, en inn-
íanirnar eru breiðar og einnig mjög stinnar. Þær eru sérstak-
Iega úr garði gerðar lil þess að mæta mikilli loftmótslöðu án
þess að rofna, því að krókgeislar þeirra grí])a mcð 8 krókum, en
ekki 5 eins og á hinum stclfjöðrunum, um hoggeislana, Ennfrem-
ur eru yztu stélfjaðrirnar styrktar af sérstökum vöðvaknippum
frá vöðva þeim, sem kallaður er musculus ilio-coccygeus.
I’essi vöðvaknippi grípa langt fram á fjöðurstafi þeirra og valda
því að iirossagaukurinn getur spennt þær þvert iit frá sér og
haldið þeim stíl'um í þeim stellingum. Bahr komst einnig að
raun um að hraði fuglsins eða hraði loftsraumsins, seni myndast
við fall Iians, þarf að minnsta kosti að vera 9 metrar á sekúndu
til þess að hnegghljóðið geti myndazt, og að hægt er að auka
tónfyllinguna með því að væta fjaðrirnar svolílið. Samkvæmt því
ætti hnegghljóð lirossagauksins að vera fyllra í rigningu en í
þurru veðri, því að í rigningu setzl fljótt rakahúð á fjaðrirnar
þó að þær séu fitubornar.
Á sumum hrossagaukstegundum, svo sem Capella solitaria,
megala og nigripennis, sem allar eiga heima í Asíu, eru ekki
aðeins eilt heldur mörg stélfjaðrapör ummynduð sem hljóðfram-
leiðendur. Hnegg þessara tegunda kvað lika vcra mun liærra