Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
155
Ingólfur Davíðsson:
Fjallagróður og klettablóm.
Flestir dást að fjallagróðrinum og þykir hann einkennilegur
vegria smæðar sinnar, vaxtarlags og lítilla, litfagurra blóma.
Fjallajurtirnar eru eins og dvergar hjá risa i samanburði við
þroskalegan láglendisgróður. Dvergvaxin afhrigði ýmissa jurta
eru ræktuð vegna smæðar sinnar eða fáránlegs útlits. En fjalla-
gróðurinn er samt venjulega fagurskapaðri. Það er meiri yndis-
þokki yfir honum heldur en „tilbúnu“ afhrigðunum. Jurtir fjall-
anna eru venjulega I-ágar i loftinu, en þær þekja oft ófrjótt land
urðir og klelta eins og fagurgræn ábreiða, ívafin marglitum
myndum. Veðráttan cr hörð i heimkynnum þeirra svo að þeim
er hentast að hjúfra sig niður að moldinni. Grasvíðirinn okkar
eða smjörlaufið, sem kvíærnar mjólka svo vel af, skriður niðri í
grasinu og er sannkallaður dvergrunni. Hvílíkur vaxtarmunur á
honum og bróður hans, gulvíðinum, sem oft réttir sig upp og mynd-
ar stóra runna. Margir dvergrunnar vaxa mjög hægt, stofn þeirra
þarf stundum hálfa öld til þess að verða 1 cm í þvermál. Háfjöllin
og heimskautalöndin eru aðalheimili þeirra. Flestir kannast við
fjallfuruna, sem allviða er gróðursett hér á landi. I sæmilegu lofts-
lagi á láglendinu verður hún allvænl tré eins og l. d. í furulund-
inum á Þingvöllum. En fvrir norðan eða ofan takmörk skóganna
er hún ofurlágnr, skríðandi dvergrunni, jafnvel aðeins 30—40
cm á hæð. Hún gctur samt breitt úr sér og þakið talsverðan blett.
HoIlasólejrjan okkar, sem prýðir holt og melarinda á vorin með
stóru hvítu blómunum, er einnig ágætt dæmi um fjallajurt
Blöðin, rjúpnalaufið, standa i hvirfingu niður við jörðina og eru
liærð að neðan til varnar kulda og ofmikilli útgufun. Þið kann-
ist líka við krækilyngið, sauðamerginn og' sortulyngið — harð-
gerða dvergrunna, sem algengir eru á íslandi. Einnig má nefna
ýmsar urtir t. d. lambagras, vetrarblóm, sem blómgast á melkoll-
um á vorin þóll skaflar liggi rétl hjá, og ýmsa aðra steinbrjóta.
Allur þessi gróður þolir erfið kjör og getur þrifist á stöðum, þar
sem hávaxnar jurtir mundu fljótt líða undir lok. Þær mynda
þúfur eða þéttar gróðurhreiður. Þetla ver þær gegn þurki og
snjórinn hlífir oft þessum lágvaxna gróðri. Þéttir, lágvaxnir
laufsprotarnir hlífa liver öðrum. Fjallagróðurinn er lágur í loft-
11*