Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 8
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
m. y. s. Samsumars fann ég hana á Kinnarfelli við Skjálfanda-
fljót, aðeins 370 m. y. s. Siðan liefi ég l'undið hana á 2 stöðum í
Fnjóskadal. Fornastaðafjalli og Draflastaðafjalli, sumrið 1933 í
700—750 m. hæð y. s. Annars staðar hér á landi liefir hessi liá-
norræni krækill aðeins fundizt á 1 stað, á Búrfelli á Tjörnesi 1939
(II. Jónass.) Fyrir kom að sum eintök voru með kirtilhærðum
hlómleggjum og hefi ég nefnt það afhrigði var. glandulosa.
í hinni þýzku flóru eftir F. Hermann frá 1912 er talið, að S.
caespitosa vaxi á Islandi. Álít ég að önnur ástæða en sú, að eintak
sé til af tegundinni héðan, liggi til grundvallar þessari staðhæf-
ingu, og hún er sú, að sumir grasafræðingar töldu áður að S.
caespitosa skiptist í 2 smátegundir, congestci og intermédia;
en nú er síðarnefnd smátegund, víða hér á landi og almennt orðið
talin hrein tegund — gengur undir islenzka nafninu Snækrækill.
Það má því til sanns vegar færa, þó þýzka flóran telji tegundina
fundna hér.
6. Viola epipsila Ledeb.
(Birkifjöla).
Fyrsti fundarstaður þessarar plöntu var í Hallormsstaðaskpgi.
(Sumarið 1927). Óx mikið af tegundinni nyrzt í skóginum, þar
sem skógarsvörðurinn var rakur. Siðar fann ég teg. víðar í skóg-
inum og í norður frá honum alla. leið til Grímsár. En aðeins 2 ein-
tök fann ég blómguð. Samsumars safnaði ég henni á Svínadal i
Reyðarfirði, og 1935 finnst hún á Egilsstöðum á Héraði (Steindór
Steindórsson). Norðanlands finn ég svo tegundina 1929, fyrst í
nánd við Fífilgerði í Éyjafirði, og síðan rekur hver fundarstað-
urinn annan. 1938—’39 fann ég hana hvarvetna um Kræklinga-
Jdíð, á Brita á Þelamörk, Auðnum og Þverá í Öxnadal og Öxnhóli
og Skriðu í Hörgárdal. Má því telja tegundina allalgenga í Eyja-
fjarðarsýslu, að minnsta kosti vestur í Svarfaðardal. Þá er hún a!l-
algeng í Fnjóskadal og á mörgum stöðum öðrum í Þingeyjarsýsíu
allt til Mývatnssveitar.
Fundur V. epipsila cr einkennilegur að því leyti, að þegar teg-
undin er á annað horð fundin, þá rckur hver fundarstaðurinn ann-
an með stuttu millihili. Þetta bendir til þess, að tekin Jiafi verið
misgrip á þessari eg. og Mýrfjólu (V. palustris), sem er all-lík
henni að ýmsu leýti, og það því fremur sem birkifjólan blómgast
mjög sjaldan. Það er því mjög sennilegt, að tegundin sé víða um
land allt, þó ekki sé enn fundin, nema norðanlands og aiistan.